fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Eyjan

Telja Kolbein ekki sekan um refsivert athæfi – Ákvað framboð þrátt fyrir kvartanir – „Eina málið sem hefur borist fagráðinu“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 12. maí 2021 15:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna, tilkynnti í gær að hann ætli að stíga út úr stjórnmálum á Íslandi eftir að hafa litið í eigin barm gagnvart framkomu sinni gegn konum. Kvartanir höfðu borist fagráði Vinstri Grænna vegna hegðunar hans og samkvæmt yfirlýsingu Kolbeins bárust þær kvartanir áður en hann tilkynnti um fyrirhugað framboð sitt í forvali VG í Reykjavík.

„Það ferli sem þá fór af stað opnaði augu mín fyrir því að ýmislegt hefur verið ábótavant í minni hegðun. Ég ákvað engu að síður að gefa kost á mér í forvali Vinstri grænna í Reykjavík,“ sagði Kolbeinn í yfirlýsingu sinni í gær.

Umræða síðustu daga hafi þó gert það að verkum að hann hafi endurskoðað ákvörðun sína.

Fagráð Vinstri Grænna segir aðeins eitt erindi hafi borist ráðinu vegna Kolbeins og sé það jafnframt eina málið sem borist hafi ráðinu frá því að það tók til starfa árið 2019. Þetta kemur fram í yfirlýsingu fagráðs sem send var á og  greint er frá hjá Vísi. 

Þar kemur jafnframt fram að í samræmi við verklagsreglur sé málum vísað til lögreglu ef grunur leikur á að um refsivert athæfi sé að ræða. En með refsiverðu athæfi er verið að vísa til brota gegn íslenskum lögum sem heimilt er að beita refsingu við, svo sem brot á borð við kynferðislega áreitni, blygðunarsemisbrot, nauðgun og fleira.

Fagráð vísaði máli Kolbeins ekki til lögreglu og hefur ráðið því ekki talið Kolbein hafa gerist brotlegan við lög samkvæmt því erindi sem þeim barst. Kolbeinn sjálfur vísar þó í yfirlýsingu sinni sem kvartana í fleirtölu.

Hér má sjá yfirlýsingu fagráðs í heild sinni líkt og hún birtist hjá Vísi. 

Nú á vormánuðum barst fagráði VG erindi vegna ámælisverðrar hegðunar Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG.

Við meðferð málsins var farið eftir verklagsreglum sem tilgreindar eru í aðgerðaáætlun VG gegn einelti og kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi.

Í verklagsreglum er gert ráð fyrir að ef grunur sé um refsivert athæfi sé máli vísað til lögreglu, sem ekki átti við í þessu máli.

Fagráðið vann að málinu í samráði við málshefjanda, en trúnaður ríkir um mál sem fagráðinu berast.

Er þetta eina málið sem hefur borist fagráðinu frá því það tók til starfa árið 2019. Verklagsreglurnar og aðgerðaáætlunin eru aðgengilegar á heimasíðu VG.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Björg Magnúsdóttir: Hef oftast þakkað fyrir vélritunarkunnáttuna

Björg Magnúsdóttir: Hef oftast þakkað fyrir vélritunarkunnáttuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Einum leiðarstjarna – öðrum mýrarljós

Þorsteinn Pálsson skrifar: Einum leiðarstjarna – öðrum mýrarljós
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gunnar Smári telur fylgishrun Sjálfstæðisflokksins tengjast tuðinu í Þjóðmálamönnum

Gunnar Smári telur fylgishrun Sjálfstæðisflokksins tengjast tuðinu í Þjóðmálamönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gallupkönnun: Yfirgnæfandi meirihluti vill rannsóknarnefnd á störf sérstaks saksóknara í hrunmálum

Gallupkönnun: Yfirgnæfandi meirihluti vill rannsóknarnefnd á störf sérstaks saksóknara í hrunmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Taugaveiklun og óskhyggja stjórnarandstöðunnar

Orðið á götunni: Taugaveiklun og óskhyggja stjórnarandstöðunnar