fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Eyjan

Fer ófögrum orðum um klíkuskap Kristjáns Þórs, Morgunblaðsins og Fréttablaðsins

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fer er ekki sáttur með Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Morgunblaðið og Fréttablaðið. Kjarninn hafði reynt að fá eintak af skýrslu sem ráðuneytið kynnti á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun en fengu neitun.

Skýrslan fjallar um stöðu og horfur í sjávarútvegi og fiskeldi en í morgun birtist umfjöllun um innihald hennar í öðrum fjölmiðlum.

„Í morgun las ég svona umfjöllun um innihald hennar í Morgunblaðinu, dagblaði að uppistöðu í eigu útgerðarinnar, og viðskiptakálfi Fréttablaðsins,“ skrifar Þórður á Facebook-síðu sína og skýtur á ríkisstjórnina.

„En hagsmunahóparnir sem stýra Íslandi. Það kannast enginn ráðherra við þá.“

Í ritstjórnargrein sem birtist í Morgunblaðinu í gær voru Samfylkingin og Viðreisn gagnrýnd fyrir viðhorf sitt gagnvart sjávarútveginum. 

Fyrirtækið Þórsmörk ehf. á 99% hlut í Árvakur hf. sem gefur út Morgunblaðið. Stærsti eigandi Þórsmörk ehf. er Íslenskar sjávarafurðir ehf. með 19,45% hlut en einnig á fyrirtækið Ramses II ehf. stóran hlut eða 13,41%. Eigandi þessi fyrirtækis er Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Aðrir eigendur með hlut stærri en 10% eru Hlynur A ehf. og Legalis sf..

https://www.facebook.com/thordursnaerjuliusson/posts/10157594011375518

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera