fbpx
Laugardagur 15.maí 2021
Eyjan

Sjálfstæðismenn í borginni halda prófkjör í júní

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 21:19

Valhöll. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Vörður, samþykkti í kvöld á fundi sínum að halda sameiginlegt prófkjör fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og suður helgina 5. og 6. júní.

Verður prófkjörið haldið með hefðbundnum hætti þrátt fyrir Covid-19 faraldurinn en þó verður kjörstöðum fjölgað til þess að dreifa álaginu á kjördögunum.

Viðbúið er að tekist verði á um fyrsta sætið í prófkjörinu. Þykir það ljóst að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra munu takast á. Þá er ljóst að Sigríður Á. Andersen, Brynjar Níelsson og Birgir Ármannsson vilja halda sínum sætum ofarlega á listum flokksins.

Áslaug kom inn á þing 2016 og hefur verið ráðherra dómsmála síðan 2019. Áslaug vermdi annað sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í kosningunum 2017 í Reykjavík norður, á eftir Guðlaugi Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar segir að hér ríki gervifrjálslyndi og þrengt sé að frelsi fólks

Arnar segir að hér ríki gervifrjálslyndi og þrengt sé að frelsi fólks
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dóttir Guðbrands hefur fengið hótanir og ljót skilaboð vegna baráttu sinnar gegn kynferðisofbeldi

Dóttir Guðbrands hefur fengið hótanir og ljót skilaboð vegna baráttu sinnar gegn kynferðisofbeldi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bar félag sitt saman við Eflingu og fleiri – Betri kjör í öllum liðum

Vilhjálmur bar félag sitt saman við Eflingu og fleiri – Betri kjör í öllum liðum