fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Brynjar ósammála Ásgeiri: „Fræðimenn hafa greint þetta sem sjúkdóm sem tengist oft fávitaskap“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 23. apríl 2021 19:00

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun birtist ítarlegt viðtal Stundarinnar við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra þar sem hann talaði mikið um Samherja og árásir fyrirtækisins á blaðamanninn Helga Seljan. Í viðtalinu kallaði hann til að mynda eftir því að Alþingi myndi setja lög sem gætu komið í veg fyrir slíkar atlögum að opinberum starfsmönnum.

Brynjar Níelsson er ekki sammála þessari tillögu Ásgeirs um að Alþingi setji lög sem verja opinbera starfsmenn. Hann segir frá þessu í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. „Einhverra hluta vegna hef ég mikla þörf fyrir að sigla á móti straumnum. Fræðimenn hafa greint þetta sem sjúkdóm sem tengist oft fávitaskap, einkum þegar slíkir menn fara í pólitík. Nú ætla ég að voga mér að andmæla seðlabankastjóra örlítið í vörn hans fyrir litla embættismanninn,“ segir Brynjar í færslunni

Hann segir að hann hafi alltaf haft miklar mætur á Ásgeiri og að það sé enn staðan. „Hann er skemmtilegur maður og það er alltaf gaman á nefndarfundum Alþingis þegar hann mætir. Hann hefur vit og er skýr og skorinorður þótt ég heyri ekki alltaf allt sem hann segir. Eins og góðum bankastjóra sæmir ver hann sitt starfsfólk og það myndi ég gera líka,“ segir hann.

Þrátt fyrir að Brynjar hafi mætur á seðlabankastjóranum er hann ekki sammála honum í einu og öllu. „Ég er hins vegar ósammála seðlabankastjóra að embættismenn þurfa einhverja sérstaka vernd í lögum, umfram sem nú er, til að verja þá fyrir vondu ríku körlunum. Embættismönnum er falið mikilvægt vald sem getur haft veruleg áhrif á líf, heilsu og afkomu okkar allra,“ segir Brynjar og bætir við að slíkt vald sé vandmeðfarið.

„Eina vörn borgarana er réttarvörslukerfið og dómstólar ef þeir telja stjórnvöld misfara með valdið. Við erum fyrst í vondum málum ef undanskilja á embættismenn ábyrgð eða koma í veg fyrir að almenningur og félög geti leitað réttar síns gagnvart valdinu. Öll eigum við rétt hvort sem við erum fátæk eða rík eða tengjumst einhverjum hagsmunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki