fbpx
Föstudagur 14.maí 2021
Eyjan

Oddviti VG: Þrjár konur í lagi en ekki þrír karlar – „Þetta hljómar ekki mjög jafnréttissinnað, sko“

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 13:00

mynd/skjáskot bylgjan.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, þar sem þrjár konur röðuðust í þrjú efstu sætin, verður ekki breytt. Þetta kom fram í máli Hólmfríðar Árnadóttur, nýs oddvita flokksins í kjördæminu í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni nú í morgun.

Prófkjör VG í Suðurkjördæmi fór fram 10.-12. apríl síðastliðinn og lágu úrslitin fyrir strax á mánudag.

„Konur í þremur efstu sætunum,“ sagði þáttastjórnandinn áður en Hólmfríður greip orðið: „Já, finnst þér það ekki frábært!“ Hólmfríður var þá spurð hvort að reglur flokksins væru ekki þannig að það þyrfti að jafna kynjahlutföllin.

„Sko, það þurfa að vera jöfn kynjahlutföll að einhverju leyti efst á listanum,“ svaraði Hólmfríður. „En ég held að reglurnar leyfi þrjár konur í þremur efstu sætunum.“

„En ef það hefðu verið þrír karlar sem lentu í þremur efstu sætunum?“ spurðu stjórnendur þáttarins þá. Svar Hólmfríðar var afdráttarlaust: „Nei. Það má ekki, vegna þess að það eru lög í flokknum, vegna þess að þetta er kvenfrelsisflokkur sem kveða á um það að megi ekki halla á konur, þannig að við erum ekki að fara að sjá þrjá karla í þrem efstu sætunum neins staðar hjá VG, það get ég sagt ykkur.“

„Þetta hljómar ekki mjög jafnréttissinnað, sko,“ sagði stjórnandinn og tók Hólmfríður undir það: „Nei, en þetta er sterkt umboð, við erum að fá allar mjög góða kosningu í þessu þrjú sæti, og þetta eru flokksfélagar að kalla á og mér finnst að það eigi að standa.“

Hólmfríður hlaut 165 atkvæði í fyrsta sæti í prófkjörinu.

Hólmfríður sagði jafnrétti þó ekki vera orð sem ætti bara við þegar það hentaði konum. „Við eigum öll jafnan rétt sem einstaklingar til þess að lifa, dafna og blómstra.“ Hólmfríður viðurkenndi þó að vera ekki alveg með reglur flokksins á hreinu.

Í lögum Hreyfingarinnar segir: „Markmið hreyfingarinnar er að berjast fyrir jafnrétti, jöfnuði, réttlæti, kvenfrelsi, umhverfis- og náttúruvernd, lýðræði, sjálfstæði þjóðarinnar og friðsamlegri sambúð þjóða.

Þá segir í þriðju grein að við val á fólki í trúnaðarstörf á vegum flokksins skal þess gætt í hvívetna að ekki halli á konur.

Skjáskot af flokkslögunum má sjá hér að neðan, en þau má nálgast í heild sinni hér.

mynd/skjáskot vg.is

Fimm frambjóðendur gáfu kost á sér í efsta sætið og þrír til viðbótar í næstu sæti á eftir. Á meðal frambjóðenda voru tveir karlmenn sem þóttu báðir sigurstranglegir í kjördæminu. Annar þeirra var Kolbeinn Óttarsson Proppé, núverandi þingmaður flokksins. Hinn var Róbert Marshall, fyrrum þingmaður bæði Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar og núverandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.

Kolbeinn endaði í fjórða sæti og Róbert komst ekki á blað. Af orðum oddvitans nýja er ljóst að engar breytingar verða á þeim úrslitum.

Viðtalið má heyra í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar segir að hér ríki gervifrjálslyndi og þrengt sé að frelsi fólks

Arnar segir að hér ríki gervifrjálslyndi og þrengt sé að frelsi fólks
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dóttir Guðbrands hefur fengið hótanir og ljót skilaboð vegna baráttu sinnar gegn kynferðisofbeldi

Dóttir Guðbrands hefur fengið hótanir og ljót skilaboð vegna baráttu sinnar gegn kynferðisofbeldi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bar félag sitt saman við Eflingu og fleiri – Betri kjör í öllum liðum

Vilhjálmur bar félag sitt saman við Eflingu og fleiri – Betri kjör í öllum liðum