fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Stefnir í blóðuga baráttu um sæti í stjórn Icelandair – Titringur og flokkadrættir meðal frambjóðenda

Heimir Hannesson
Föstudaginn 5. mars 2021 20:30

Icelandair flugvél á Keflavíkurflugvelli. mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framboð til stjórnar Icelandair liggja nú fyrir en níu keppast nú um sæti í stjórn Icelandair. Stjórn Icelandair skipa í dag John F. Thomas, Nina Jonsson, Úlfar Steindórsson sem jafnframt er formaður stjórnar, Svafa Grönfeldt og Guðmundur Hafsteinsson. Öll gefa þau áfram kost á sér til stjórnarsetu í félaginu.

Til viðbótar við þau fimm hafa þau Martin J. St. George, Steinn Logi Björnsson, Sturla Ómarsson og Þórunn Reynisdóttir.

Ljóst er að um hitamál er að ræða enda miklir hagsmunir undir. Steinn Logi er fyrrverandi forstjóri Bláfugls, en félagið hefur ekki vakið mikla lukku meðal verkalýðsafla og Félags íslenskra atvinnuflugmanna undanfarið vegna framkomu þeirra í kjaraviðræðum Bláfugls við flugmenn.

Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, skrifaði færslu um málið á Facebook í vikunni. „Já, ég er einn af hluthöfum í Icelandair. Ég hef ekki áhuga á að sjá Stein Loga í stjórn Icelandair,“ sagði Jón Þór afdráttarlaus. „Steinn Logi er fyrrum forstjóri Bláfugls og hefur verið ráðgjafi núverandi eigenda eftir eigendaskiptin. Flestum er kunnugt um hvernig aðfarir tíðkast hjá því flugfélagi gagnvart starfsfólki.“

Jón Þór rifjar jafnframt upp að Steinn Logi hafi verið framkvæmdastjóri hér á árum áður og spyr hvort þurfi að rifja upp sekt sem Icelandair var dæmt til að greiða í hans stjórnartíð fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu með því að bjóða upp á svokallaða „netsmelli“ til London á árinu 2004.

Flugmenn Icelandair lýsa í sömu andrá yfir stuðningi við framboð Sturlu Ómarssonar, sem fyrir er stjórnarformaður Eftirlaunasjóðs FÍA. Sturla tilkynnti framboð sitt nýverið og fylgdi framboðstilkynningunni listi yfir hugmyndir sem Sturla segist ætla að taka með sér inn í stjórnina. Á meðal hugmyndanna er að Icelandair vinni að því að tryggja sér fleiri verkefni í fraktflugi, meðal annars með því að koma upp skiptistöð fyrir frakt, sambærilegu því sem gert er í farþegafluginu og hefur tryggt Icelandair mikil viðskipti. Þá hyggst hann leggja til innan stjórnarinnar að stækka leiðakerfi Icelandair og setja meiri fókus á fjarlægari áfangastaði yfir vetrartímann.

Kosið verður á milli frambjóðendanna níu á komandi aðalfundi Icelandair sem haldinn verður 12. mars 2021.

Sjálfkjörið var í stjórnina á síðasta aðalfundi Icelandair, árið 2020, en framboðsfrestur fyrir fundinn rann út 28. febrúar. Sama dag og fyrsta Covid-19 smitið greindist hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar