fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Eyjan

Sjáðu hvernig milljón krónu andlitslyfting í Hæstarétti kemur út

Heimir Hannesson
Mánudaginn 29. mars 2021 15:45

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur Íslands tilkynnti nýverið að útlit dóma hans fengi andlitslyftingu. Sagði í tilkynningu æðsta dómstóls landsins að Hæstiréttur hefði, í samstarfi við Kríu hönnunarstofu og Advania, „hannað og útfært nýtt útlit á dómum réttarins.“

Nú þegar hafa nokkrir dómar með „nýja-lúkkinu,“ verið birtir og sjá má samanburðinn hér að neðan.

Gamla lúkkið og nýja.

Í skriflegu svari við fyrirspurn blaðamanns DV segir Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri Hæstaréttar, að kostnaðurinn við breytinguna hafi kostað samtals 977.666 krónur. Kostnaðurinn við hönnun nam 175 þúsundum og forritunarvinnan sem fylgdi hafi kostað 822 þúsund.

Þorsteinn segir jafnframt í svari sínu að breytingin taki mið af framsetningu efnis á netinu og miðar að því að gera efnið aðgengilegra og læsilegra á öllum tækjum. „Hér var einnig höfð hliðsjón af því hvernig staðið er að útliti dóma hjá æðstu dómstólum nágrannalandanna og alþjóðlegum dómstólum. Jafnframt miðaði forritunin að því að gera birtinguna auðveldari,“ segir hann jafnframt.

Flettingar á vef Hæstaréttar eru um 30 þúsund í hverjum mánuði og er hann notaður í daglegum störfum dómstóla, lögmanna, lögfræðinga og laganema um land allt.

Aðrar breytingar á framsetningu dóma má sjá á nýjum dómum dómstólsins. Héðan í frá verða úrlausnir Landsréttar og héraðsdóms aðgengilegar með hnappi beint úr dómi Hæstaréttar í sama máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar