fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Launakostnaður Alþingis hefur aldrei verið hærri – Enn fjölgar aðstoðarmönnunum

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 24. mars 2021 12:00

Jón Sigurðsson fylgist með störfum þingsins. mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtals eru nú 210 einstaklingar á launaskrá hjá Alþingi Íslendinga og fór launakostnaðurinn yfir þrjá milljarða í fyrra. Hann hefur aldrei verið hærri.

Í svari við fyrirspurn DV um fjölda starfsmanna og launakostnað segir Auður Elva Jónsdóttir, fjármála- og rekstrarstjóri á skrifstofu Alþingis, að 119 manns séu nú í 106 stöðugildum hjá Alþingi, utan þingmanna, aðstoðarmanna og starfsmanna þingflokkanna.

Til viðbótar við þá 119 starfsmenn fá formenn stjórnarandstöðuflokkanna hver um sig aðstoðarmann sem þingið greiðir. Stjórnarandstöðuflokkarnir eru fimm. Þá eru 25 stöðugildi sem skiptast á milli þingflokkanna eftir atkvæðavægi, og er D’Hondt reglan notuð hér eins og við útdeilingu þingsæta. Stöðugildin voru 21 árið 2020 en fjölgaði um fjóra um síðustu áramót.

Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm, en nýtir sér aðeins fjóra. Vinstri grænir fá fjóra en nýta sér aðeins þrjá. Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Miðflokkurinn og Píratar fá allir þrjá starfsmenn og eru öll stöðugildin nýtt. Þá fá Viðreisn og Flokkur fólksins sitthvora tvo starfsmennina.

Þá eru þingmennirnir sjálfir, 63 talsins, ótaldir.

Samtals kostar starfsmannahaldið þingið rúma þrjá milljarða, sem fyrr segir. Starfsfólk skrifstofu Alþingis kostaði rúman 1,4 milljarð, starfsfólk þingflokka 355 milljónir og þingmennirnir 1,3 milljarða, tæpa.

Þá skal þess auðvitað getið að ráðherrar í ríkisstjórninni fá allir sína aðstoðarmenn sem ráðuneytin greiða og eru laun þeirra ekki inni í þessari tölu. Allir ráðherrar utan eins eru jafnframt þingmenn.

Fjölda þingmanna og starfsfólk þingflokka má sjá hér að neðan:

Sjálfstæðisflokkur: 16 þingmenn – 4 starfsmenn þingflokks – 10 aðstoðarmenn ráðherra
Vinstri grænir: 9 þingmenn – 3 starfsmenn þingflokks – 6 aðstoðarmenn ráðherra
Miðflokkurinn: 9 þingmenn – 1 aðstoðarmaður formanns – 3 starfsmenn þingflokks
Framsóknarflokkurinn: 8 þingmenn – 3 starfsmenn þingflokks – 6 aðstoðarmenn ráðherra
Samfylkingin: 8 þingmenn – 1 aðstoðarmaður formanns – 3 starfsmenn þingflokks
Píratar: 7 þingmenn – 1 aðstoðarmaður formanns – 3 starfsmenn þingflokks
Viðreisn: 4 þingmenn – 1 aðstoðarmaður formanns – 2 starfsmenn þingflokks
Flokkur fólksins: 2 þingmenn – 1 aðstoðarmaður formanns – 2 starfsmenn þingflokks

Þrír flokkar eru þannig með jafnmarga eða fleiri aðstoðarmenn en þingmenn. Flokkur fólksins er með 3 starfsmenn á kostnað þingsins, en aðeins tvo þingmenn. Framsóknarflokkurinn er með sex aðstoðarmenn ráðherra og þrjá starfsmenn þingsins, samtals níu starfsmenn fyrir þingmennina átta. Loka eru Vinstri grænir einnig með sex aðstoðarmenn ráðherra og þrjá þingmenn eða samtals níu starfsmenn fyrir jafnmarga þingmenn. Hér þarf þó að taka fram að umhverfisráðherra Vinstri grænna er utanþingsráðherra.

Minnsta aðstoð fær Miðflokkur og Samfylkingin. Samfylking er með samtals fjóra starfsmenn fyrir sína átta þingmenn, eða 50% og Miðflokkur með fjóra starfsmenn fyrir sína níu þingmenn, eða 44%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi