fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Eyjan

Vill verða formaður VR og býður sig fram gegn Ragnari Þór

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 8. febrúar 2021 17:14

Helga Guðrún Jónasdóttir. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Guðrún Jónasdóttir, stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur, býður sig fram til embættis formanns VR. Ljóst er af tilkynningu Helgu Guðrúnar til fjölmiðla að hún hefur í mörgu aðrar áherslur en núverandi formaður félagsins, Ragnar Þór Ingólfsson.

„Helga Guðrún vill að Lífeyrissjóður verzlunarmanna fái að starfa óáreittur með hag iðgjaldagreiðenda að leiðarljósi. Lífeyrissjóðurinn  er félagsmönnum VR afar mikilvægur bakhjarl og formaður VR má ekki nota vald sitt til að veikja undirstöður sjóðsins,“ segir meðal annars í tilkynningu hennar.

Helga Guðrún bendir á að félagsmönnum VR hafi farið fækkandi undanfarið og mikilvægt sé að snúa þeirri þróun við. Hún vill að athyglinni verði í auknum mæli beint að stöðu millitekjufólks:

„Nálgast verði umræðuna um kjör þeirra lægst launuðu á nýjum grunni og huga að því millitekjufólki sem glímir við versnandi kjör. Þá verði að styrkja undirstöður markaðslaunakerfisins, sem hefur margsannað sig sem öflugusta kjarabaráttutæki mikils meirihluta félagsmanna.“

Helga Guðrún gefur sterklega í skyn að núverandi forysta nýti afl félagsins til að bæta eigin stöðu á pólitískum vettvangi því hún segir í tilkynningunni: „Helga Guðrún vill að formaður VR starfi í þágu félagsmanna VR. Í því felst að formanni VR ber að nota þann styrk sem fylgir því að vera formaður öflugasta stéttarfélags landsins til að bæta kjör félagsmanna, en ekki eigin stöðu á flokkspólitískum vettvangi.“

Tilkynningin er eftirfarandi í heild:

„Helga Guðrún Jónasdóttir býður sig fram til formanns VR

 

  • VR í þágu VR félaga – öflugara VR og kraftmeiri kjarabarátta
  • Aukinn stöðugleika á grunni norræna vinnumarkaðslíkansins
  • Gegn kynbundinni mismunun
  • Frjáls og óháður lífeyrissjóður

Helga Guðrún leggur áherslu á að helsti styrkur VR felist í stærð félagsins sem fjölmennasta stéttarfélag landsins. Síðustu misseri hefur félagsmönnum þó farið hlutfallslega fækkandi. Snúa verði þessari þróun við, með því að þjóna hagsmunum allra félagsmanna jafnt. Nálgast verði umræðuna um kjör þeirra lægst launuðu á nýjum grunni og huga að því millitekjufólki sem glímir við versnandi kjör. Þá verði að styrkja undirstöður markaðslaunakerfisins, sem hefur margsannað sig sem öflugusta kjarabaráttutæki mikils meirihluta félagsmanna.

Helga Guðrún vill að aðilar vinnumarkaðarins taki höndum saman og tileinki sér þau vinnubrögð í kjarasamningum sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Norræna vinnumarkaðslíkanið hefur stuðlað þar að efnahagslegum stöðugleika um áratugaskeið og er jafnframt ein helsta undirstaða norræna velferðarkerfisins.

Helga Guðrún vill að formaður VR starfi í þágu félagsmanna VR. Í því felst að formanni VR ber að nota þann styrk sem fylgir því að vera formaður öflugasta stéttarfélags landsins til að bæta kjör félagsmanna, en ekki eigin stöðu á flokkspólitískum vettvangi.

Helga Guðrún mun beita sér að afli gegn kynbundnum launamun innan VR, með því m.a. að fylgja náið eftir þeim árangri sem jafnlaunavottun skilar. Þá telur hún brýnt að hlutur kvenna í æðstu stjórnunarstöðum aukist og verði sambærilegri því sem almennt gerist á hinum Norðurlöndunum.

Helga Guðrún vill að Lífeyrissjóður verzlunarmanna fái að starfa óáreittur með hag iðgjaldagreiðenda að leiðarljósi. Lífeyrissjóðurinn  er félagsmönnum VR afar mikilvægur bakhjarl og formaður VR má ekki nota vald sitt til að veikja undirstöður sjóðsins.

Helga Guðrún er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur að mennt og á að baki 30 ára starfsferil sem ráðgjafi, upplýsingafulltrúi og samskiptastjóri í markaðs- og kynningarmálum. Áhuga á kjarabaráttu VR fékk Helga Guðrún þegar hún starfaði sem ráðgjafi vegna innleiðingar á markaðslaunakerfi félagsins upp úr síðustu aldamótum. Hún hefur mikla reynslu af félagsmálum, m.a. sem formaður Kvenréttindafélags Íslands.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi