fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Ómar Ragnarsson talar um galla við þjóðaratkvæðagreiðslu – „Einn galli kom á óvart“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 7. febrúar 2021 13:00

Ómar Ragnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Oft hefur það borið á góma hér á landi hve aðlaðandi sá þáttur í stjórnarfyrirkomulagi Svisslendinga sé, sem felur í sér tíðar þjóðaratkvæðagreiðslur eins og tíðkast í Sviss.“

Svona hefst pistill sem fjölmiðlamaðurinn Ómar Ragnarsson skrifar og birti á bloggsíðu sinni. Í pistlinum fjallar Ómar um þjóðaratkvæðagreiðslur og bendir á galla við þær sem margir gera sér kannski ekki grein fyrir. „Samhliða slíku beinu lýðræði er líka eftirsóknarvert að færa lýðræðið inn í kjörklefana og láta kjósendur velja sína þingmenn beint,“ segir Ómar og talar síðan um það þegar stjórnlagaráð velti fyrir sér ýmsum möguleikum árið 2011.

„Starfið hjá ráðinu var að formi til eftir formúlu úr umhverfi CCP og svipaðra nýsköpunarfyrirtækja, nefnt ítrun á íslensku, hafði reynst vel og einn stjórnalagaráðsmanna, Vilhjálmur Þorsteinsson, kunni góð skil á. Byrjað með autt blað, raðað upp rökréttri grind aðalatriða; sem flestir möguleikar athugaðir og valdir eða útilokaðir eftir atvikum og nýjum atriðum bætt inn í rökréttu samhengi.“

Ómar bendir á að þetta var algjörlega ólíkt því sem gert var þegar stjórnarskráin var skrifuð árið 1849. „Gerólíkt því sem var viðhaft 1849 í dönsku stjórnarskránni, sem byrjaði á um það bil 30 greinum til að friðþægja konungnum með þessum upphafsgreinum um það sem honum væri falið að gera í stjórkerfinu, en samt laumað inn einni grein sem lýsti því að hann væri valdalaus; ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum. Sams konar byrjun lifir enn í núverandi stjórnarskrá okkar, 171 ári seinna! Þess vegna þurfti við nútímalegrar stjórnarskrár strax að skoða sem flesta grundvallarmöguleika og nota síðan ítrunaraðferðina við að klára og útfæra verkið.“

„Einn galli kom á óvart“

Ómar talar síðan um ferð sem þrír ráðsmenn fóru í til Sviss en markmiðið var að kynnast framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna þar í landi. „Til þess að ná í sem bestar upplýsingar um þjóðaratkvæðagreiðslu fóru þrír ráðsmenn, að mig minnir Salvör Nordal formaður, Þorkell Helgason og Þorvaldur Gylfason í sérstaka ferð til Sviss til þess að kynna sér framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna þar, kosti og galla,“ segir Ómar.

„Sumt, sem þau fundu út, kom dálítið á óvart, svo sem hve langur tími líður oftast frá því að málsefni komast á dagskrá þar til að þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram. Það er aðallega vegna þeirra miklu krafna sem gerðar eru til alls málatilbúnaðar og framkvæmdaatriða. Meginkosti svissnesku hefðar Svisslendinga má sjá í ákvæðum annarra stjórnarskráa, sem hafa gefist vel og voru þær hafðar til hliðsjónar hjá stjórnlagaráði.“

Ómar segir þá að þrátt fyrir kostina þá kom eitt á óvart. „Einn galli kom á óvart, en hefði þó ekki átt að gera það. Því að stundum geta sjálfsögð þjóðþrifamál tafist þegar mikil íhaldssemi ræður ríkjum hjá meirihluta þjóða, og slík íhaldssemi getur birst í þjóðaratkvæðagreiðslum,“ segir hann.

„Sem dæmi má nefna að íslenskar konur fengu kosningarétt 1915, en svissneskar konur og mannréttindasinnar þurfti að berjast í meira en hálfa öld þar í landi, alls 56 ár, eftir því að það fengist samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu að þær fengju kosningarétt. Hugsið ykkur, að íslenskar konur hefðu ekki fengið kosningarétt fyrr en sama árið og handritin komu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus