Föstudagur 05.mars 2021
Eyjan

Formaður Ungra Pírata vill á þing

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 10:33

Huginn Þór Jóhannsson. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Huginn Þór Jóhannsson, formaður Ungra Pírata, býður sig fram í prófkjöri Pírata fyrir alþingiskosningarnar 2021 í Reykjavíkurkjördæmi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hugin.

Hann var formaður Nemendasambands Tækniskólans (NST), sem eru stærstu nemendasamtök landsins fyrir utan Samband íslenskra framhaldsskólanema, auk þess sem hann stofnaði þar Hinsegin félagið Heið.

„Ég var yngsti Píratinn til að komast í stjórn í aðildarfélagi innan Pírata en árið 2016 var ég kjörinn sem varamaður í stjórn ungra Pírata, þá einungis 15 ára gamall. Síðan þá hef ég setið í stjórn Pírata í Reykjavík og áfram haldið að vera í stjórn Ungra Pírata og í dag er ég formaður Ungra Pírata,“ segir í tilkynningu.

Þá hefur Huginn keppt í MORFÍS og verið í stjórn félagsins, setið í ungmennaráði UN Women, auk fleiri félagsstarfa.

„Reynsla mín og þekking endar þó ekki bara þar, því samhliða öllu þessu hef ég unnið mikið í öldrunarþjónustu með móður minni, Rannveigu Ernudóttur, og erum við, ásamt félaga okkar, Francesco Barbaccia, stofnendur Tæknilæsis fyrir fullorðna, en við hlutum hvatningarverðlaun Mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðisráðs í desember síðastliðnum fyrir þá vinnu okkar,“ segir í tilkynningu Hugins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hatrammar deilur ritstjóranna í Hafnarfirði – „Lengst af hélt ég að aðferðir hans dæmdu sig sjálfar, en nú er mælirinn fullur“

Hatrammar deilur ritstjóranna í Hafnarfirði – „Lengst af hélt ég að aðferðir hans dæmdu sig sjálfar, en nú er mælirinn fullur“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hannes hjólar í lögreglustjóra – „Eitthvað að embættismönnum, sem er ekki hægt að hringja í án þess að þeir hlaupi með það í fjölmiðla“

Hannes hjólar í lögreglustjóra – „Eitthvað að embættismönnum, sem er ekki hægt að hringja í án þess að þeir hlaupi með það í fjölmiðla“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Bjarna segir réttarríkið trufla Eflingu í aðför að einkafyrirtækjum – Lýsir einræðistilburðum Sólveigar Önnu

Björn Bjarna segir réttarríkið trufla Eflingu í aðför að einkafyrirtækjum – Lýsir einræðistilburðum Sólveigar Önnu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Þóris blæs von í brjóst þjóðarinnar og segir jákvæð teikn á lofti – „Guð láti gott á vita“

Jón Þóris blæs von í brjóst þjóðarinnar og segir jákvæð teikn á lofti – „Guð láti gott á vita“
Fyrir 1 viku

Fjölmiðlafræðibekkurinn settur á hliðina – „Djöfulsins viðbjóður“

Fjölmiðlafræðibekkurinn settur á hliðina – „Djöfulsins viðbjóður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir nikótínpúða ræna ungmenni heilsunni – „Álíka mikið nikótín og í þremur sígarettum“

Segir nikótínpúða ræna ungmenni heilsunni – „Álíka mikið nikótín og í þremur sígarettum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Starfsfólk utanríkisþjónustunnar flutt yfir hálfan hnöttinn í bólusetningu

Starfsfólk utanríkisþjónustunnar flutt yfir hálfan hnöttinn í bólusetningu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur ríkisstjórnina þurfa að grípa til aðgerða strax – Annars gæti vanda­mál af áður óþekktri stærð blasað við

Telur ríkisstjórnina þurfa að grípa til aðgerða strax – Annars gæti vanda­mál af áður óþekktri stærð blasað við