fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Eyjan

Formaður Ungra Pírata vill á þing

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 10:33

Huginn Þór Jóhannsson. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Huginn Þór Jóhannsson, formaður Ungra Pírata, býður sig fram í prófkjöri Pírata fyrir alþingiskosningarnar 2021 í Reykjavíkurkjördæmi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hugin.

Hann var formaður Nemendasambands Tækniskólans (NST), sem eru stærstu nemendasamtök landsins fyrir utan Samband íslenskra framhaldsskólanema, auk þess sem hann stofnaði þar Hinsegin félagið Heið.

„Ég var yngsti Píratinn til að komast í stjórn í aðildarfélagi innan Pírata en árið 2016 var ég kjörinn sem varamaður í stjórn ungra Pírata, þá einungis 15 ára gamall. Síðan þá hef ég setið í stjórn Pírata í Reykjavík og áfram haldið að vera í stjórn Ungra Pírata og í dag er ég formaður Ungra Pírata,“ segir í tilkynningu.

Þá hefur Huginn keppt í MORFÍS og verið í stjórn félagsins, setið í ungmennaráði UN Women, auk fleiri félagsstarfa.

„Reynsla mín og þekking endar þó ekki bara þar, því samhliða öllu þessu hef ég unnið mikið í öldrunarþjónustu með móður minni, Rannveigu Ernudóttur, og erum við, ásamt félaga okkar, Francesco Barbaccia, stofnendur Tæknilæsis fyrir fullorðna, en við hlutum hvatningarverðlaun Mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðisráðs í desember síðastliðnum fyrir þá vinnu okkar,“ segir í tilkynningu Hugins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%