fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Segja Icelandair gera samkeppni erfiða

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. febrúar 2021 08:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innan ferðaþjónustunnar segja margir að samkeppnisstaðan sér erfið vegna ríkjandi stöðu Icelandair og dótturfélaga Icelandair Group. Icelandair Group ætlar að selja ferðaskrifstofuna Iceland Travel til að geta einbeitt sér betur að flugrekstri sem er kjarnarekstur félagsins. Ekki er hins vegar útlit fyrir að Icelandair Group ætli að selja ferðaskrifstofuna VITA. Þetta þykir mörgum slæmt fyrir samkeppnisumhverfi ferðaskrifstofa.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Þórunni Reynisdóttur, forstjóra Ferðaskrifstofu Íslands, að samkeppnisumhverfið á markaði ferðaskrifstofa sé óeðlilegt. Erfitt sé að eiga viðskipti við eina íslenska flugfélagið, sem er Icelandair, á meðan það rekur ferðaskrifstofuna VITA sem er ein stærsta ferðaskrifstofa landsins. Að auki sitji stjórnendur Icelandair í stjórn VITA og það geti gert viðræður við Icelandair erfiðar. „Við sitjum að sjálfsögðu ekki við sama borð og VITA, það er það sem við höfum verið að benda á,“ er haft eftir Þórunni.

Hún sagði jafnframt að margt jákvætt geti hlotist af því ef Icelandair dregur sig út úr rekstri ferðaskrifstofa. „Ef Icelandair stæði ekki í þessum ferðaskrifstofurekstri sínum gætu þau virkjað ferðaskrifstofur í samstarf við sig og stuðlað þannig að auknum viðskiptum fyrir sig og aðra,“ sagði hún og bætti við: „Það er rosalega erfitt fyrir ferðaskrifstofur að skilja þetta. Icelandair segir að VITA sé ferðaskrifstofa og hún sé hluti af flugrekstri. Slíkur rekstur hefur hingað til aldrei verið talinn hluti af flugrekstri. Ég er farin að halda að stjórnendur Icelandair viti ekki hvað ferðaskrifstofa stendur fyrir.“

Gunnar Rafn Birgisson, stjórnarformaður og eigandi Atlantik ferðaskrifstofu, tók undir orð Þórunnar og benti á að mikil samfélagsleg ábyrgð hvíli á Icelandair Group og það sé hlutverk stjórnvalda að tryggja heilbrigða og eðlilega samkeppni. Það hljóti að þurfa að skoða samkeppnisstöðu fyrirtækjanna betur og setja Icelandair Group ströng skilyrði af stjórnvöldum og samkeppnisyfirvöldum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn