fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Brynjar kominn með nýja vinnu – Aðstoðar vin sinn Jón

Eyjan
Fimmtudaginn 2. desember 2021 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau tíðindi hafa nú borist að fyrrverandi þingmaðurinn og lögfræðingurinn Brynjar Níelsson er kominn með vinnu. Innherji á Vísi greina frá þessari nýju vendingu.

Brynjar sjálfur ætti að vera himinlifandi með þessi tíðindi enda sagði hann í nýlegu jólaviðtali við Morgunblaðið að það væri von hans að á nýju ári væri einhvern tilbúinn að ráða hann í vinnu.

Sjá einnig: Annálaður fýlupúki vekur eftirtekt á forsíðu jólablaðs – „Þetta er það ógnvænlegasta sem ég hef séð“

Hann verður nú aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra, í innanríkisráðuneytinu og slæst þar í hóp með Hreini Loftssyni lögmanni sem einnig mun aðstoða Jón.

Jón Gunnarsson fer með þau mál sem áður heyrðu undir dómsmálaráðherra, en hefð hefur verið fyrir því að slíkur ráðherra sé löglærður. Það er Jón hins vegar ekki og því sætir það engri furðu að báðir aðstoðarmenn hans séu reynsluhestar úr lögmennskunni.

Eyjan óskar Brynjari til hamingju með nýju vinnuna og vonar að hann verði farsæll í starfi.

Líklega verða margir glaðir að vita til þess að Brynjar verði enn tengdur pólitíkinni enda hefur hann gjarnan verið þverpólitísk sátt meðal þingmanna um að hann hafi verið skemmtilegasti þingmaðurinn þegar hann sat á þingi þrátt fyrir að vera sjálftitlaður fýlupúki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi