fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Ása Hlín ráðin forstöðumaður markaðsmála hjá Biobú

Eyjan
Fimmtudaginn 2. desember 2021 12:30

Ása Hlín Gunnarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ása Hlín Gunnarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála hjá Biobú. Hún starfaði áður hjá fyrirtækjasviði Landsbankans. Matvælafyrirtækið Biobú sérhæfir sig í vinnslu á lífrænum mjólkur- og kjötafurðum en það var stofnað árið 2003.

Ása Hlín er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands en hún útskrifaðist í júní 2021. Ása Hlín er Selfyssingur í húð og hár og helstu áhugamál hennar eru útivist og að vera úti í náttúrunni. Hún hefur einnig gaman af að prjóna og sérstaklega úr umhverfisvænu garni. Eldamennska og bakstur eru einnig meðal helstu áhuamála hennar sem og að vera með fjölskyldu sinni.

Biobú framleiðir lífræna mjólk, jógúrt og osta. Mjólk­in sem notuð er hjá Bi­o­bú kem­ur frá fjórum búum; Búlandi í Austur landeyjum, Neðra Hálsi í Kjós, Skaftholti í Gnúpverjahrepp og Eyði Sandvík í Árborg sem fékk einmitt nýverið vottun á í sína lífrænu mjólk. Biobú hóf fyrr á þessu ári framleiðslu á lífrænum kjötvörum; hakki, hakkabollum og gúllas úr nautgripakjöti og auk þess nautalundum, nautafillet og rib eye. Fyrirtækið hefur gert samning við Sláturhús Vesturlands, sem fékk í lok síðasta árs lífræna vottun, um að þjónusta slátrun gripa frá bæjunum sem framleiða lífrænu mjólkina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið