fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Taka höndum saman gegn svikapóstum

Eyjan
Föstudaginn 3. desember 2021 12:52

Guðjón Ingi Ágústsson, forstöðumaður stafrænna lausna og upplýsingatækni hjá Póstinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pósturinn og netöryggisfyrirtækið AwareGO hafa sameinað krafta sína og gefið út sérstakt jólamyndband til að fræða fólk um svikapósta. Töluvert magn svikatölvupósta í nafni Póstsins og annarra þekktra vörumerkja berst Íslendingum árið um kring en jafnan er meira um slíka pósta fyrir hátíðarnar því þá eigi fleiri von á sendingum. Meðal þess sem fram kemur í myndbandinu eru góð ráð til að forðast svikapósta: að athuga vel netfang sendanda, skoða vel netslóð á bak við hlekkinn og vera vakandi fyrir lélegri málnotkun, stafsetningarvillum og hótunum, t.d. um að pakkinn verði sendur til baka.

,,Myndbandið er samstarfsverkefni Póstsins og netöryggissérfræðinga AwareGO en hið síðarnefnda framleiðir árlega fjölda kennslumyndbanda um netöryggi fyrir fyrirtæki og stofnanir. “Tölvuglæpir fara vaxandi og geta valdið miklum skaða fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Langstærstur hluti þessara glæpa byggir á því að plata fólk, t.d. með svikapóstum og fölskum vefsíðum. Markmið AwareGO er að lágmarka áhættuna á því að fólk falli fyrir svikum og fölsunum glæpamanna, meðal annars með útgáfu myndbanda sem fá fólk til að bregðast rétt við. Jólin eru sérstakur áhættutími og því höfum við gefið út sérstök jólamyndbönd síðustu tvö árin. Þetta árið gerum við það í góðu samstarfi við Póstinn og er það sannarlega ánægjulegt að vinna þetta með þeim,” segir Ari Kristinn Jónsson, forstjóri AwareGO.

Yfir 80% af tölvuárásum byrja með einum svikatölvupósti og tapið hjá almennum borgurum árlega vegna svikapósta hleypur á hundruðum milljóna. Það er því til mikils að vinna að ef færri falla fyrir slíkum póstum.

,,Það sem hefur verið mest áberandi undanfarnar vikur eru tölvupóstar sem líta út fyrir að koma frá Póstinum þar sem viðtakendur eru beðnir um að smella á hlekk til þess að ganga frá greiðslu vegna sendingar. Sé smellt á hlekkinn kemur upp síða þar sem viðtakandi er beðinn um að fylla inn persónuupplýsingar og kortaupplýsingar. Það sem gerir þessa tölvupósta sérlega varhugaverða og erfiða viðureignar er að þeir eru oft mjög sannfærandi og skrifaðir á nokkuð vandaðri íslensku. Það er því skiljanlegt að fólk falli fyrir þeim en það getur haft töluvert fjártjón í för með sér. Það er því mjög mikilvægt að hafa í huga að Pósturinn biður ekki um kortanúmer í gegnum tölvupóst heldur fara allar greiðslur í gegnum Mínar síður á posturinn.is eða í póst-appinu. Ekki ýta á hlekki og alls ekki gefa upp persónuupplýsingar eða kortaupplýsingar nema að vel athuguðu máli,“ segir Guðjón Ingi Ágústsson, forstöðumaður stafrænna lausna og upplýsingatækni hjá Póstinum.

AwareGO og Pósturinn hvetja landsmenn alla til að deila myndbandinu með sínum nánustu til að auka árvekni þeirra gagnvart svikapóstum árið um kring.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk