fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Slúðrið um Áslaugu Örnu breytir ekki ráðherrakaplinum

Eyjan
Fimmtudaginn 18. nóvember 2021 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um nokkurt skeið hefur slúður um ástarlíf Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur heltekið kaffistofur landsins. Steininn tók úr fyrr í dag þegar fréttasíða fjölmiðlamannsins Eiríks Jónssonar birti grein þar sem slúðursögunni var gefinn byr undir báða vængi og því haldið fram að þessar meintu vendingar í ástarlífi ráðherrans væru að trufla flokkinn í ríkistjórnarviðræðunum og ekki síst í hinni viðkvæmu útdeilingu á ráðherrasætum. Hefur því meðal annars verið fleygt fram að Áslaug Arna muni sitja eftir með sárt ennið í þeirri pólitísku refskák.

Samkvæmt heimildum Orðsins er það fjarri sanni og er líklegra að sú mynd hafi verið máluð af pólitískum andstæðingum Áslaugar Örnu. Þeir sem ákvarðanirnar taka í flokknum gefa einkalífi ráðherrans lítinn gaum.

Ekki liggur þó fyrir hvaða ráðherrastól Áslaug Arna mun gera að sínum í næstu ríkisstjórn. Samkvæmt heimildum Orðsins eru tvær sviðsmyndir í gangi. Hin fyrri er á þá leið að Áslaug Arna muni einfaldlega gegna embætti dómsmálaráðherra áfram enda hefur hún að mati forystu flokksins staðið sig vel á þeim vígstöðvum og komið mörgum þjóðþrifamálum, að minnsta kosti að mati Sjálfstæðismanna, í gegn.

Hin sviðsmyndin er sú að Áslaug Arna muni taka við lyklavöldum í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu af vopnasystur sinni, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Þórdís Kolbrún myndi hins vegar taka við embætti sjávarútvegsráðherra af Kristjáni Þór Júlíussyni. Verði þessi sviðsmynd að veruleika myndi dómsmálaráðuneytið koma í hlut Vinstri grænna.

Að öllum líkindum er seinni sviðsmyndin orðin líklegri en staðan breytist þó ört.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi