fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Eyjan

Reykjavíkurborg greiðir 17,5 milljónir fyrir geymslu á listaverkum í Kópavogi – „Þetta er ekki lág leiga“

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 6. október 2021 16:00

Ásmundarsafn, sem er hluti af Listasafni Reykjavíkur. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leigusamningur vegna nýs varðveisluhúsnæðis fyrir listaverk í eigu Listasafns Reykjavíkur var samþykktur á síðasta fundi borgarráðs.

Um er að ræða leigu á 730 fermetra sal að Víkurhvarfi 1 í Kópavogi. Mánaðarleigan er 1.452.700 krónur og fylgja rekkar húsnæðinu. Reykjavíkurborg greiðir því tæpar 17,5 milljónir á ári í leigu vegna salarins. Leigusamningurinn er óuppsegjanlegur fyrstu 10 árin en frá nóvember 2031 er heimilt að segja honum upp með hálfs árs fyrirvara.

Listasafn Reykjavíkur samanstendur af þremur útibúum í borginni; Ásmundarsafni við Sigtún, Hafnarhúsi við Tryggvagötu og Kjarvalsstöðum við Flókagötu. Safnið varðveitir listaverkaeign Reykjavíkurborgar.

Milljón meira á mánuði

Listasafn Reykjavíkur leitaði til fjármála- og áhættustýringarsviðs borgarinnar og óskaði eftir aðswtoð við að finna nýtt og stærra varðveisluhúsnæði fyrir listaverk safnsins. Listasafnið hefur haft til umráða 330 fermetra rými að Steinhellu 17A í Hafnarfirði.

Fram kemur í bréfi frá fjármála- og áhættusviði að kostnaður vegna viðbótarleigu rúmast ekki innan rekstrarramma menningar- og ferðamálasviðs (MOF) en áætlaður viðbótarkostnaður vegna leigu á stærra varðveislurými í Vikurhvarfi 1 nemur 1.000.734 krónum á mánuði. Gert verði ráð fyrir hækkun leigu í fjárhagsramma MOF frá og með árinu 2022.

„Þetta er ekki lág leiga“

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afreiðslu málsins.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi bókun:

„Hér er verið að gera leigusamning á geymsluhúsnæði til 10 ára. Borgin ætti að skoða þann valkost að eiga húsnæði sem þetta í stað þess að leigja sífellt meira húsnæði undir starfsemi sína.“

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram svohljóðandi bókun:

„Leiga fyrir Listasafn Reykjavíkur. Sé þetta hagstæðasta tilboðið verður svo að vera, en þetta er ekki lág leiga: Leigugjaldið er 1.452.700 krónur á mánuði fyrir 730 fermetra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi