fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Dóra Björt hafnar lygaáburði Samtaka iðnaðarins – Segir umfjöllun þeirra byggjast á „misskilningi og rangindum“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 6. október 2021 11:28

Dóra Björt Guðjónsdóttir. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, hafnar því að hafa logið til um fund með Samtökum iðnaðarins um 10 milljarða stafræna umbreytingu í borginni, en framkvæmdastjóri samtakanna, Sigurður Hannesson, segir í Morgunblaðinu í dag að hún hafi logið blákalt að umbjóðendum sínum.

Morgunblaðið hefur eftir Sigurði: „Fyrsta lyg­in er sú að fund­ur hafi átt sér stað. Í öðru lagi er logið til um efni slíks fund­ar og í þriðja lagi er logið til um niður­stöðu á slík­um fundi. Í því sam­hengi er áhuga­vert að hugsa til þess að fyr­ir viku eða tveim­ur óskuðum við sér­stak­lega eft­ir fundi með borg­ar­stjóra til að ræða þessi mál. Hann hef­ur ekki séð sér fært að ræða við okk­ur um þetta mál sem snýst um 10 millj­arða króna út­gjöld á næstu þrem­ur árum.“

Dóra svarar þessu á Facebook síðu sinni í morgun:

„Á borgarstjórnarfundi í gær sagði ég að fulltrúar borgarinnar hefðu fundað með aðilum á markaði um stafrænu umbreytinguna og nefndi meðal dæma Samtök iðnaðarins. Hið rétta er að fundur með Samtökum iðnaðarins fer fram á mánudag, en þeim var þó boðið á fund í síðustu viku sem þau komust ekki á. Borgin hefur fundað með öðrum aðilum sem ég nefndi, eins og Samtökum atvinnulífsins sem Samtök iðnaðarins eru aðilar að. Ég stóð í þeirri trú að báðir fundir hefðu farið fram, en það var misskilngur,“ segir Dóra.

Hún heldur áfram: „Í morgun les ég svo að framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins saki mig um lygar. Ekki eina lygi heldur þrjár. Þar þykir mér samtökin skjóta nokkuð yfir markið eins og þau hafa gert í sinni umfjöllun um stafrænu umbreytinguna sem byggist á misskilningi og rangindum. Borgin hefur og er að funda með hagsmunaaðilum um málið. Það er rétt sem fram hefur komið að meiri sátt hefur verið eftir þessa fundi og tekist hefur að leiðrétta þann misskilning sem birst hefur á síðum Morgunblaðsins.“

Dóra segir að á þessum fundum sé farið yfir efnisleg atriði stafrænnar umbreytingar borgarinnar þar sem forsendur umfjöllunar Samtaka iðnaðarins og Sjálfstæðisflokksins eru leiðréttar.

„Langstærsti hluti stafrænu umbreytingarinnar fer í opinber innkaup og útboð eða að minnsta kosti 7,7 milljarðar af 10 milljörðum í heildina og enn stærra hlutfall á þessu ári. Okkar forgangsmál er að fara vel með almannafé og niðurstaða okkar greininga sýnir að þessi blandaða leið er hagkvæmust. Við kynntum okkur hvernig leiðandi fyrirtæki á markaði, bankar og tryggingafélög eru að gera þetta og erum að fara sömu leið. Að útvista upplýsingatækniþjónustu og ýmsum þáttum en hafa þróunarvinnu, samþættingu og samhæfingu innanhúss er niðurstaða umfangsmikilla greininga á kostnaði og áhættu eftir samráð við ráðgjafa innanlands og utanlands. Það er líka byggt á okkar reynslu eftir stafræna umbreytingu á fjárhagsaðstoðinni, sem var okkar proof of concept verkefni sem kostaði 100 milljónir,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki