fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Eyjan

Sigurður G. segir að gjaldþrot blasi við Sigurjóni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. október 2021 09:00

Sigurður G. Guðjónsson, Mynd: Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær kröfðust lögmenn tveggja fyrrverandi bankastjóra gamla Landsbankans,, LBI ehf., og erlendra tryggingafélaga þess að þeim yrðu dæmdar allt að tíu milljónir króna vegna máls sem bankinn höfðaði gegn þeim en óskaði síðan eftir að yrði fellt niður.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að upphaflega hafi slitastjórn Landsbankans stefnt fyrrverandi bankastjórum hans og fjölmörgum tryggingafélögum vegna starfsábyrgðartryggingar stjórnendanna og krafist 40 milljarða króna greiðslu vegna skaða sem bankastjórarnir hefðu valdið bankanum í aðdraganda hrunsins 2008.

Hluta af málinu lauk með dómi Landsréttar sem sýknaði tryggingafélögin og Halldór J. Kristjánsson af kröfu LBI ehf. Í framhaldi af þeim dómi óskaði LBI ehf. að málið yrði fellt niður.

Fréttablaðið segir að Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrum bankastjóra Landsbankans, hafi sagt að Sigurjón sé eini bankamaðurinn á Íslandi sem hafi verið dæmdur til að greiða fyrrum vinnuveitanda sínum 200 milljónir króna og blasi fátt annað en gjaldþrot við honum.

Lögmenn komu í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og ræddu verðlagningu vinnu sinnar. Sagði Sigurður að eðlilegt væri að Sigurjóni yrðu úrskurðaðar tvær til þrjár milljónir í kostnað vegna þeirrar vinnu sem þurfti að leggja í og ætti slitastjórn að greiða þennan kostnað. Hilmar Magnússon, lögmaður Halldórs, hafði sams konar kröfu uppi.

Lögmaður Landsbankans, Kristinn Bjarnason, sagði að þau skjöl sem tilheyrðu þessum hluta málsins hefðu komið fram áður og efaðist hann um að lögmennirnir hefðu þurft að leggja í þá vinnu sem kröfur þeirra endurspegluðu og mættu þeir taka eitt núll af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra