fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Eyjan

Mikilla breytinga er þörf hjá SAS – Berst fyrir lífi sínu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. október 2021 08:00

Flugvél frá SAS. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er þörf á miklum breytingum hjá skandinavíska flugfélaginu SAS ef það á að geta haldið áfram rekstri. Þetta segir Anko van der Werff, nýr forstjóri félagsins, sem er loksins kominn með yfirsýn yfir þær áskoranir sem félagið stendur frammi fyrir en hann hefur verið við stjórnvölinn í þrjá mánuði.

Í viðtali við Finans sagði hann að það sé af nægu að taka. „SAS berst fyrir lífi sínu. Þegar ég horfi á hvernig markaðurinn er núna, hvernig viðskiptavinir okkar breytast og hversu mikið við skuldum þá er augljóst að við þurfum að gera hlutina allt öðruvísi. Það er barátta að breyta SAS svo við eigum framtíð,“ sagði hann.

Hann dró því enga dul á að staða SAS er alvarleg og framtíð fyrirtækisins í hættu.

Hann sagði að meðal þess sem valdi fyrirtækinu vanda sé mikið tap vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og að í framtíðinni sé reiknað með að færri ferðist í viðskiptaerindum í framtíðinni. Það kemur illa við SAS þar sem fleiri ferðast, hlutfallslega, í viðskiptaerindum með félaginu en hjá keppinautunum.

Að auki hefur SAS neyðst til að taka á sig skuldir upp á 27 milljarða sænskra króna og munu þær hafa áhrif næstu árin. Þess utan eru kjarasamningar SAS dýrari en kjarasamningar samkeppnisaðilanna. Van der Werff hefur því boðið stéttarfélögum til samningaviðræðna um meiri sveigjanleika og hagræðingu í rekstri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“