fbpx
Miðvikudagur 20.október 2021
Eyjan

Hannes Hólmsteinn kemur Berlusconi til varnar: „Silvo er ekki geðveikari en við hin“

Eyjan
Laugardaginn 2. október 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við HÍ, kemur Silvo Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, til varnar í grein sem birtist á vefmiðlinum The Conservative og ber yfirskriftina „Silvo er ekki geðveikari en við hin“.

Ytra standa yfir réttarhöld yfir Berlusconi þar sem hann er sakaður um að hafa greitt ungum stúlkum í skiptum fyrir kynmök. Nýjustu vendingar í málinu eru þær að dómstóllinn hefur fyrirskipað að Berlusconi verði látinn sæta geðrannsókn en það finnst íslenska prófessornum hin mesta ósvinna. Sjálfur hefur Berlusconi neita að gangast undir slíka rannsókn.

Í greininni bendir  Hannes á að Berlusconi haldi því fram að hann hafi aðeins verið að gefa stúlkunum gjafir og að hans mati sé forsætisráðherrann fyrrverandi ekki geðveikari en næsti maður.

Þá hafi fjöldi fólks mótmælt harðræði dómstólsins og að tilgangurinn að mati margra sé sá að koma í veg fyrir að Berlusconi geti boðið sig fram sem forseta Ítalíu í janúar á næsta ári.

Þessu haldi meðal annars hinn vinstri sinnaði stjórnmálaskýrandi Piero Sansonetti og tekur íslenski prófessorinn undir hans orð. Aðförin að Berlusconi sé hneisa.

„Í lýðræði, undir eðlilegum kringumstæðum, þá eru það kjósendur en ekki læknar eða dómarar sem eiga að ákveða hver er hæfur til að gegna tilteknu embætti. Það ber að forðast að sérfræðingar reyni að útiloka stjórnmálamenn á grunni þess að þeir séu geðveikir,“ skrifar Hannes.

Bendir hann lesendum The Conservative á væg líkindi við mál Jónasar frá Hriflu sem þurfti að glíma við orðróm um að hann geðveikur á fjórða átug síðustu aldar og var meðal annars hvattur til þess af geðlækninum Helga Tómassyni að leita sér læknishjálpar vegna þess. Því svaraði Jónas með hinni frægu grein, Stóru bombu, sem fór sem eldur um sinu um íslenskt samfélag.

Hannes rifjar síðan upp fleiri mál um stjórnmálamenn sem taldir voru geðveikir en endar svo greinina á því að koma Berlusconi til varnar. „Að sjálfsögðu er Berlusconi ekki brjálaður þó að hann búi yfir þeim eiginleikum að gera fólk brjálað út í sig. Hann er afreksmaður, bæði í að afla sér fjár sem og að bjarga Ítalíu frá kommúnisma á umbrotstímunum árið 1993-1994 þegar stjórnmálakerfi Ítalíu riðaði til falls.“

Hannes segist aðeins geta gagnrýnt Berlusconi fyrir tvo hluti sem leiðtoga Ítalíu. Að hafa ekki náð að að beygja einokunarvald verkalýðsfélaga í landinu sem og að mistakast að gera lífeyriskerfi landsins sjálfbært.

„Þrátt fyrir það væri hann vel að því kominn að verða forseti Ítalíu,“ skrifar Hannes.

Hér má lesa grein Hannesar í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Burt með Birgi – Undirskriftum safnað til höfuðs Birgi Þórarinssyni – „Hann svindlaði á kjósendum“

Burt með Birgi – Undirskriftum safnað til höfuðs Birgi Þórarinssyni – „Hann svindlaði á kjósendum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Þetta jafngildir því að bankarnir þrír muni ná um 750 þúsund krónum af hverri fjögurra manna fjölskyldu á þessu ári“

„Þetta jafngildir því að bankarnir þrír muni ná um 750 þúsund krónum af hverri fjögurra manna fjölskyldu á þessu ári“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Þetta er gamaldags leið til að stýra neyslu“ segir Breki

„Þetta er gamaldags leið til að stýra neyslu“ segir Breki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Pólskur dómur getur reynst ESB og Póllandi dýrkeyptur

Pólskur dómur getur reynst ESB og Póllandi dýrkeyptur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur fussaði og sveiaði alla leiðina heim – „Svona er þetta þá gert“

Guðmundur fussaði og sveiaði alla leiðina heim – „Svona er þetta þá gert“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sum sveitarfélög varla sjálfbær vegna kostnaðar við þjónustu við fatlaða – Launakostnaður ein helsta ógnin við fjármálin

Sum sveitarfélög varla sjálfbær vegna kostnaðar við þjónustu við fatlaða – Launakostnaður ein helsta ógnin við fjármálin