fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Hildur hæðist að veiruóttanum og vill afléttingar strax – „Það er lífshættulegt að vera þátttakandi í lífinu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. október 2021 10:45

Hildur Björnsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ítrekar kröfur sínar um fullar afléttingar á sóttvarnatakmörkunum. Núverandi takmarkanir eru í gildi fram á miðvikudag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að möguleikarnir í stöðunni séu þrír, að halda óbreyttum takmörkunum, aflétta að hluta eða aflétta af öllu.

Nokkrir tugir Covid-smita eru nú greind daglega en alvarleg veikindi af sjúkdómnum eru fátíð enda mikill meirihluti þjóðarinnar bólusettur fyrir Covid-19.

Í nokkuð hæðnisfulltri grein sem Hildur birtir í Fréttablaðinu í dag bendir hún á að lífið sjálft sé hættulegt. Árlega látist yfir 10 þúsund manns í Bandaríkjunum við að falla fram úr rúminu sínu. Þá rekur Hildur töluleg dæmi um hættuna við að látast í slysum og af völdum hryðjuverka. Síðan segir hún:

„Íslendingum hefur gengið vel í baráttunni við kórónaveiruna, þó margir hafi sannarlega farið illa úr faraldrinum. Nú þegar 90% fullorðinna eru bólusettir er kórónaveirusmit ekki stærsta ógnin við líf og heilsu manna. Þegar fólk er daglega áminnt um yfirvofandi hættu með reglulega uppfærðum smittölum skynjar það hugsanlega meiri ógn en ástæða er til. Hætturnar eru allt um kring og þær algengustu fáum við sjaldnast fréttir af.“

Hildur segir að það sé lífshættulegt að vera þátttakandi í lífinu og öll deyjum við á endanum. Hún krefst afléttinga strax:

„Það er lífshættulegt að vera þátttakandi í lífinu. Öll munum við óhjákvæmilega deyja. Við megum hins vegar ekki vera svo óttaslegin við dauðann að við látum lífið fara fram hjá okkur.

Afléttingar strax.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur