fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
Eyjan

Vörukarfa ASÍ hækkaði í sex af átta verslunum á hálfs árs tímabili

Eyjan
Föstudaginn 15. október 2021 11:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sex mánaða tímabili, frá lokum mars 2021 fram í byrjun október, hækkaði vörukarfa ASÍ í sex matvöruverslunum af átta. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ASÍ.

Vörukarfan endurspeglar almenn matarinnkaup meðalheimilis. Þess ber að geta að hér eru einungis birtar upplýsingar um verðbreytingar milli verðmælinga. Ekki er því um beinan verðsamanburð að ræða þ.e.a.s. hvar ódýrustu vörukörfuna var að finna.

Mest hækkaði vörukarfan í Heimkaup, 3,4% en minnst í Krambúðinni og Kjörbúðinni, 0,5% í hvorri verslun fyrir sig. Vörukarfan lækkaði í einni verslun, Hagkaup um 0,6% og stóð í stað í einni verslun, Nettó. Vöruflokkurinn mjólkurvara, ostar og egg hækkaði nokkuð mikið í öllum verslunum eða á bilinu 3,1-8,4%. Verð á kjötvöru hækkaði einnig töluvert í meirihluta verslana. Verð á grænmeti og ávöxtum lækkaði í mörgum verslunum og eins verð á sykri, súkkulaði og annarri matvöru.

Vörukarfan hækkaði minnst í Krónunni
Þegar litið er til lágvöruverðsverslana má sjá að vörukarfan hækkaði minnst í Krónunni, 0,8% en mest í Bónus, 1,8% á meðan hún stóð í stað í Nettó. Vörukarfan hækkaði mest í Heimkaup á tímabilinu, 3,4%. Verð hækkaði í öllum vöruflokkum í Heimkaup nema einum en það er flokkurinn „önnur matvara“ sem lækkaði um 0,6%. Sá flokkur samanstendur af fiski, fitu og olíum, dósamat og þurrvöru. Mest hækkaði verð á grænmeti og ávöxtum í Heimkaup, 6,1% en verð á drykkjarvöru, kjötvöru og brauð- og kornvöru hækkaði á bilinu 4-5% í versluninni.

Verð hækkaði einnig í öllum vöruflokkum nema einum í Bónus en þar er það flokkur grænmetis og ávaxta sem lækkaði í verði á tímabilinu um 4,8%. Verð á hreinlætis- og snyrtivöru hækkaði einungis um 0,2%. Mest hækkaði verð á mjólkurvöru í Bónus, 6,1% og næst á eftir verð á kjötvöru, 4,9%. Vörukarfan lækkaði mest í Hagkaup, 0,6% en þar lækkaði verð í fimm vöruflokkum en hækkaði í þremur. Mest lækkaði verð á grænmeti og ávöxtum, 3,9% og verð á drykkjarvöru um 3,8%. Mest hækkaði verð á mjólkurvöru í Hagkaup, 3,4% og næst mest hækkaði verð á annarri matvöru, 2,1%.

Verð á mjólkurvöru og kjöti hækkar mest
Verð á mjólkurvörum, ostum og eggjum hækkaði nokkuð mikið á tímabilinu og í öllum verslunum. Mest hækkaði vöruflokkurinn í Iceland, 8,4% en minnst í Kjörbúðinni, 3,1%. Næst mest hækkaði vöruflokkurinn í Krónunni, 7,2% en þar á eftir kemur Bónus með 6,1% hækkun. Þess má geta að verðlagsnefnd búvara tók ákvörðun fyrr á árinu um hækkun á lágmarksverði mjólkur til bænda um 3,77% og tók hækkunin gildi þann 1. apríl 2021.

Kjötvara hækkaði í verði í sex verslunum af átta og voru verðhækkanirnar á bilinu 1-5%. Mest hækkaði verð á kjötvöru í Kjörbúðinni, 5% og næst mest í Bónus, 4,9%. Mest lækkaði verð á kjötvöru í Krónunni, 3,2% og næst mest í Krambúðinni, 2,4%. Auk grænmetis og ávaxta er kjötvara vöruflokkur sem getur sveiflast töluvert í verði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Joe Biden stefnir á endurkjör

Joe Biden stefnir á endurkjör
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir óhjákvæmilegt að gera bólusetningu gegn kórónuveirunni að skyldu í Þýskalandi

Segir óhjákvæmilegt að gera bólusetningu gegn kórónuveirunni að skyldu í Þýskalandi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mogginn skýtur á Guðmund sem skýtur til baka – „Óvænt séð eigin spegilmynd í morgunsárið“

Mogginn skýtur á Guðmund sem skýtur til baka – „Óvænt séð eigin spegilmynd í morgunsárið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sauð upp úr í Silfrinu: Umræða um spítalann setti allt á hliðina – „Þegar það leggst inn fjöldi sem samsvarar þingflokki Sjálfstæðisflokksins verða takmarkanir út um allt í samfélaginu“

Sauð upp úr í Silfrinu: Umræða um spítalann setti allt á hliðina – „Þegar það leggst inn fjöldi sem samsvarar þingflokki Sjálfstæðisflokksins verða takmarkanir út um allt í samfélaginu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Einar nýr forstjóri Fjarðaráls

Einar nýr forstjóri Fjarðaráls
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrjú rótgróin iðnfyrirtæki sameinast – Áætluð velta verður um 4 milljarða fyrir 2023.

Þrjú rótgróin iðnfyrirtæki sameinast – Áætluð velta verður um 4 milljarða fyrir 2023.