fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Eyjan

Gísli Marteinn telur laun þingmanna of há: „Klisjan um að við fáum svo frábært fólk með því að hækka launin er ekkert endilega rétt“

Eyjan
Miðvikudaginn 6. október 2021 10:00

Gísli Marteinn Baldursson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson er á þeirri skoðun að laun Alþingismanna séu of há.

„Kannski moðvolg skoðun en mér finnst þingmenn á óþarflega háum launum. Klisjan um að við fáum svo frábært fólk með því að hækka launin er ekkert endilega rétt. Besta fólkið á þingi væri þar líka þótt launin væru „bara“ milljón á mánuði,“ segir Gísli Marteinn á Twitter-síðu sinni.

Rétt er að geta þess að þingfarakaup er í dag 1.285.411 kr. auk þess sem þingmenn fá margskonar aðrar skattfrjálsar greiðslur eins og fastan ferðakostnað (30 þúsund krónur) og fastan starfskostnað (40 þúsund krónur) auk þess sem landsbyggðarþingmenn fá húsnæðis- og dvalarkostnað greiddan (134 þúsund krónur). Þá bætast við ýmsar álagsgreiðslur, til dæmis fá ráðherrar rúmlega 2,1 milljón króna á mánuði í laun og formenn þingflokka sem ekki eru ráðherrar fá 50% launahækkun eða rúmlega 1,9 milljón króna á mánuði.

Segja má að skiptar skoðanir séu um ágæti þessar skoðunar sjónvarpsmannsins. Einn bendir á að álagið og áreiti á þingmönnum sé slíkt að auðvelt sé að réttlæta launin en Gísli Marteinn lætur þó engan bilbug á sér finna.

„Ég er ekki að gera lítið úr álaginu og áreitinu. En ég held bara að milljón á mánuði myndi sannarlega duga til að fá hugsjónafólkið sem brennur fyrir að breyta samfélaginu til að gefa kost á sér. Það hefur margoft komið fram að þetta eru há laun í samanburði við evrópuþjóðir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“