fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Eyjan

Alma sendir Lilju Dögg opið bréf – „Niðurstöður voru afgerandi, mikill meirihluti almennings er neikvæður“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 16:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alma Björk Hafsteinsdóttir hefur nú sent opið bréf til Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, en Alma sendi bréfið fyrir hönd Samtaka áhugafólks um spilafíkn.

Í bréfinu er óskað eftir afstöðu Lilju til reksturs spilakassa í fjáröflunarskyni fyrir Háskóla Íslands og jafnframt viðbrögðum við ummælum, annars vegar ummælum forstjóra Happdrættis Háskóla Íslands, og hins vegar ummælum dómsmálaráherra, um ábyrgð menntamálaráðherra í þessu efni. Þá birtir Alma einnig niðurstöður úr skoðanakönnun sem Gallup framkvæmdi á vegum samtakanna en þar kom skýrt fram að mikill meirihluti vill að spilakassar verði lokaðir.

Bréf Ölmu má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

Menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir

Að gefnu tilefni óska Samtök áhugafólks um spilafíkn eftir afstöðu menntamálaráðherra til reksturs spilakassa í fjáröflunarskyni fyrir Háskóla Íslands og jafnframt viðbrögðum við ummælum, annars vegar forstjóra Happdrættis Háskóla Íslands, og hins vegar dómsmálaráherra, um ábyrgð menntamálaráðherra í þessu efni.

Vísað er sérstaklega til orða forstjóra Happdrættis Háskóla Íslands, Bryndísar Hrafnkelsdóttur, í Kompási þann 1. desember 2020þar sem hún sagði að rekstur spilakassa væri ákvörðun stjórnvalda, menntamálaráðuneytis, og það væri lögbundið hlutverk HHÍ að standa að rekstri spilakassa til að fjármagna byggingar Háskóla Íslands. Í orðum forstjórans lá að ábyrgðin væri stjórnvalda og menntamálaráðherra sérstaklega.

Þá er vísað í viðtal við kvöldfréttir Stöðvar tvö þann 9. desember 2020 þar sem dómsmálaráðherra segir að ef HHÍ vilji hætta rekstri spilakassa þá sé það á ábyrgð menntamálaráðherra:„Ef þau vilja hætta þessari starfsemi þá er það auðvitað eitthvað sem hægt er að ræða, væntanlega, við menntamálaráðherra”.

Framangreind ummæli hafa komið fram opinberlega og er mælst til þess að menntamálaráðherra svari þeim einnig opinberlega.

Samtök áhugafólks um spilafíkn fengu Gallup til að kanna viðhorf almennings til spilakassa og spilasala á Íslandi dagana 30. apríl –11. maí 2020. Niðurstöður voru afgerandi, mikill meirihluti almennings er neikvæður gagnvart því að fjármagna starfsemi í almannaþágu með spilakössum, vill að spilakassar loki til frambúðar,og er ekki að nota spilakassa. Þetta staðfestir það sem við hjá SÁS höfum haldið fram, mjög afmarkaður og lítill hópur er að leggja allt sitt í spilakassa HHÍ

Spurt var: Hversu oft hefur þú spilað í spilakössum á Íslandi á síðastliðnum 12 mánuðum.

Aldrei 93,6%

1-2 sinnum 5,5 %

3-10 sinnum 0,5%

11-50 sinnum 0,3%

Spurt var: Vegna Covid-19 hafa spilakassar verið lokaðir síðan 16. mars, myndir þú vilja hafa spilakassa lokaða til frambúðar á Íslandi eða vilt þú að þeir opni aftur eftir Covid-19?

Já, ég myndi kjósa að spilakassar og spilasalir yrðu áfram lokaðir 85,8%

Nei, ég vil að spilakassar og spilasalir verði opnaðir aftur eftir Covid-19 14,2%

Spurt var: Almennt séð hversu jákvæður(ur) eða neikvæð(ur) ert þú gagnvart því að fjármagna starfsemi í almannaþágu á Íslandi með spilakössum?

Jákvæð(ur) (mjög og frekar) 9,0%

Hvorki né 19,7% Neikvæð(ur) (mjög eða frekar) 71,3%

Þar sem erindi þetta snýr að fleiri ráðuneytumen menntamálaráðuneyti er samrit sent á dómsmálaráðherra og forsætisráðherra,með ósk um að það verðikynnt og rætt í ríkisstjórn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Ungmennafélagsandinn og Einar Kárason

Óttar Guðmundsson skrifar: Ungmennafélagsandinn og Einar Kárason
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Breytt flokkakerfi og ný framtíðarmynd

Þorsteinn Pálsson skrifar: Breytt flokkakerfi og ný framtíðarmynd
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi