Mánudagur 01.mars 2021
Eyjan

Útgöngubann og skyldubólusetning á útleið – „Farsælla sé að fræða en þvinga“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 17:17

Sara Elísa Þórðardóttir. Samsett mynd DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumvarp að sóttvarnalögum var afgreitt úr velferðarnefnd í hádeginu í dag. Nefndin leggur til að ákvæði sem heimilar að leggja á útgöngubann og ákvæði um skyldubólusetningu á landamærum falli bæði út.

Píratar hafa lagst gegn báðum ákvæðunum og Sara Elísa Þórðardóttir Óskarsson, varaþingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi, sem á sæti í nefndinni, fagnar mjög þessari niðurstöðu.

„Ég stóð gegn þessum ákvæðum í nefndinni og þakkanlega náðist samstaða að lokum um að taka þessi ákvæði út,“ segir Sara í stuttu samtali við DV. Tilfinning blaðamanns er sú að mun meiri stuðningur sé í samfélaginu við skyldubólusetningu á landamærum en heimild til að leggja á útgöngubann. Sara bendir hins vegar á að hún sé fylgjandi bólusetningum og hún hvetji alla til að þiggja bóluefni gegn COVID-19. Hins vegar sé heillavænlegra að fræða fólk en þvinga það til hlýðni.

Hún vísar í ræðu sem  hún flutti um málið á Alþingi í síðustu viku. Þar segir að hún telji skyldubólusetningu vera brot á stjórnarskrárvörðum rétti fólks til að hafna læknismeðferð. Í ræðunni reifar hún um skyldubólusetningu almennt. Meginhluti ræðunnar er eftirfarandi:

„Til að taka allan vafa af um afstöðu mína til bólusetningar þá vil ég taka það fram að ég er meðfylgjandi bólusetningu. Og ég hlakka til þess að þiggja minn skammt af bóluefni gegn COVID19 og hvet sem flesta til að gera það líka.

Hins vegur hefur mín – nokkuð afgerandi gagnrýni snúið að þessari hugmynd um að skylda fólk í bólusetningu. Þeirri hugmynd að ríkisvaldið gæti skyldað borgara landsins til þess að verða bólusettir. Þetta innibæri það að þvinga mætti heilbrigt fólk með valdi til þess að taka við lyfi og læknismeðferð.

Í fyrsta lagi yrði slíkt fyrirkomulag skýrt brot á mannhelgi einstaklings – brot á stjórnarskrárvörðum rétti fólks til að hafna læknismeðferð. Þetta stæðist ekki stjórnarskrá og hugmyndin brýtur því að sjálfsögðu gegn grunngildum okkar Pírata. Það sama á við hvað varðar ákvæði um útgöngubann.

Hitt er það að: Markmiðið með slíkri lagasetningu hlyti að vera að sem flestir yrðu bólusettir við veirunni. Hins vegar er það svo, og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur sett þetta fram bæði hvað varðar núverandi áskoranir í sambandi við COVID, sem og í samhengi ungbarnabólusetningu – að farsælla sé að fræða en þvinga. Ellegar eykst hætta á andspyrnu og póleríseringu umræðunnar – sem vinnur jú beinlínis gegn markmiðinu.

Það er mun heillavænlegra í alla staða að leita frekar upplýsts samþykkis borgarana með fræðslu og opnu samtali þegar að viljinn stendur til að reyna að sannfæra mjög marga um að gera sama hlutinn í þágu almannaheilla…Það virkar best. Enda þættu mér það löt stjórnmál að reiða sig á harkalega lagasetningu í þeim yfirlýsta tilgangi að vilja stuðla heilbrigði heillar þjóðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fyrir 3 dögum

Fjölmiðlafræðibekkurinn settur á hliðina – „Djöfulsins viðbjóður“

Fjölmiðlafræðibekkurinn settur á hliðina – „Djöfulsins viðbjóður“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir nikótínpúða ræna ungmenni heilsunni – „Álíka mikið nikótín og í þremur sígarettum“

Segir nikótínpúða ræna ungmenni heilsunni – „Álíka mikið nikótín og í þremur sígarettum“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Starfsfólk utanríkisþjónustunnar flutt yfir hálfan hnöttinn í bólusetningu

Starfsfólk utanríkisþjónustunnar flutt yfir hálfan hnöttinn í bólusetningu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Telur ríkisstjórnina þurfa að grípa til aðgerða strax – Annars gæti vanda­mál af áður óþekktri stærð blasað við

Telur ríkisstjórnina þurfa að grípa til aðgerða strax – Annars gæti vanda­mál af áður óþekktri stærð blasað við
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Þarflaus grimmd“- Sif sakar Bjarna um vitsmunalega leti – Sala Íslandsbanka „eins og að troða fóðri ofan í gæs“

„Þarflaus grimmd“- Sif sakar Bjarna um vitsmunalega leti – Sala Íslandsbanka „eins og að troða fóðri ofan í gæs“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn óttast um framtíð fjölmiðlunar á Íslandi – „Til­gang­ur þeirra er að banna umræður í stað þess að ræða mál“

Björn óttast um framtíð fjölmiðlunar á Íslandi – „Til­gang­ur þeirra er að banna umræður í stað þess að ræða mál“