fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Mogginn hjólar í Samkeppniseftirlitið – Segir stofnunina vera í áróðursstríði gegn einstökum fyrirtækjum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 25. janúar 2021 15:29

Samsett mynd DV. Til vinstri er Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins (Mynd: Eyþór Árnason).

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Samkeppniseftirlitið hefur í gegnum tíðina beint sjónum mjög að ákveðnum fyrirtækjum á sama tíma og önnur hafa fengið að starfa óáreitt þrátt fyrir að eiga augljóslega miklu brýnna erindi inn á borð eftirlitsins,“ segir í dálknum Staksteinar í Morgunblaðinu í dag. Þar er að finna mjög harða gagnrýni á Samkeppniseftirlitið. Ritstjóri Morgunblaðsins er Davíð Oddsson.

Höfundur segir að svo virðist sem Samkeppniseftirlitið sé í herferð gegn ákveðnum fyrirtækjum. „Viðmótið gagnvart þeim birtist til að mynda í tilkynningum frá stofnuninni en þær eru gjarnan skrifaðar eins og stofnunin sé í áróðursstríði en ekki eins og um sé að ræða hlutlausa stofnun sem vill koma staðreyndum máls á framfæri,“ segir í pistlinum.

Ekkert getið um 300 milljóna lækkun

Dæmið um þetta meinta framferði Samkeppniseftirlitsins sem Staksteinahöfundur tiltekur varðar mál gegn Símanum. Höfundur telur að tilkynningar Samkeppniseftiritsins um vendingar í samkeppnisbrotamáli Símans séu villandi:

„Í nýlegum úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála var sekt sem Samkeppniseftirlitið hafði lagt á Símann fyrir brot á sátt við stofnunina lækkuð úr 500 milljónum króna í 200 milljónir,
eða um 60%. Af þremur áfellisdómum Samkeppniseftirlitsins yfir Símanum stóð aðeins einn eftir. Mögulega verður honum svo áfrýjað til dómstóla. Í stað þess að greina frá þessari miklu lækkun sektarinnar kaus ríkisstofnunin að segja aðeins frá því að ákvörðunarnefndin hefði ákveðið að sekt vegna brotsins skyldi vera 200 milljónir. Ekki orð um lækkunina, sem vissulega leit illa
út fyrir Samkeppniseftirlitið og sýndi að það hafði farið offari.“

Í lokaorðum pistilsins lætur höfundur að því liggja að Samkeppniseftirlitið fari ekki vel með mikil völd sín í atvinnulífinu:

„Ríkisstofnanir, ekki síst stofnun á borð við Samkeppniseftirlitið sem hefur gríðarleg völd í atvinnulífinu, verða að gæta hlutleysis og sanngirni gagnvart viðfangsefnum sínum. Stofnanir sem geta ekki einu sinni greint rétt frá niðurstöðum mála eru ekki líklegar til að standa undir þeirri sjálfsögðu kröfu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi