Föstudagur 26.febrúar 2021
Eyjan

Segir tvennt gott við feril Trumps – Fann fyrir líkamlegum létti í dag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 20:14

Skoðanir Biden og Trump á skotvopnalöggjöfinni eru gjörólíkar. mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farið var yfir feril Donalds Trump og valdaskiptin sem urðu í Hvíta húsinu í dag, í Kastljósi. Einar Þorsteinsson ræddi þar við Kristján Guy Burgess, sérfræðing í alþjóðastjórnmálum. Kristján er ekki hrifinn af Trump sem stjórnmálamanni en sagði tvennt hafa verið gott við feril hans:

Annars vegar hóf Trump ekki nýtt stríð. Margir höfðu óttast að hann yrði herskár, en hann var það ekki.

Hins vegar hafi hann ljáð rödd þeim fjölda fólks í Bandaríkjunum sem hafa ekki náð árangri í lífinu og sjá ekki fram á að kjör barna þeirra verði betri en þeirra sjálfra. Að Trump hafi dregið athyglina að stórum hópi sem stjórnmálamenn í Washington hafi skilið eftir útundan.

„Fólk vill að ameríski draumurinn sé þannig að það skipti ekki máli hvar þú ert fæddur, að þú eigir alltaf möguleika á ða komast áfram, en sá draumur hefur dofnað,“ sagði Kristján. Þetta sé fólkið sem hafi orðið útundan í þeirri auknu velmegun sem alþjóðavæðingin hafi fært samfélögum. Trump hafi gegnt því mikilvæga hlutverki að beina athyglinni að þessu fólki.

Fann fyrir líkamlegum létti

Einar Þorsteinsson, stjórnandi þáttarins, sagði að Trump hefði verið kallaður öllum illum nöfnum og spurði Kristján hvort hann nyti sannmælis. Kristján sagði að svo væri: „Maður fann fyrir næstum líkamlegum létti við að sjá hann fara burt, ég er ekki viss um að það kerfi sem við höfum byggt upp hefði þolað önnur fjögur ár.“

Kristján segir að Trump sé maður sem nærist á sundrungu og ágreiningi á meðan Biden, nýi forsetinn, sé maður sameiningar. Hann hafi ávallt beitt þeim aðferðum að semja við þá sem eru ósammála honum. Biden standi núna frammi fyrir því verkefni að kakast á við kórónuveirufaraldurinn og gífurlegt atvinnuleysi. Og það sé aðeins byrjunin. Hann þurfi að sameina þjóðina í þeirri baráttu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Bjarna hafa lofað nægu fjármagni fyrir rannsókn Samherjaskjalanna -,,Hefur greinilega ekki staðið við þau orð“

Segir Bjarna hafa lofað nægu fjármagni fyrir rannsókn Samherjaskjalanna -,,Hefur greinilega ekki staðið við þau orð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Græni Píratinn – „Eftir á að hyggja er þessi lending rökrétt“

Græni Píratinn – „Eftir á að hyggja er þessi lending rökrétt“