Mánudagur 01.mars 2021
Eyjan

Sigmundur segir það sem hann óttaðist vera staðfest – „Er Ísland búið að gera slíkar skuldbindingar?“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 18. janúar 2021 19:06

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fréttir Stöðvar 2 staðfestu það sem ég óttaðist og velti upp í færslu fyrir tæpri viku,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni rétt í þessu.

Færslan sem Sigmundur á við birtist á Facebook-síðu hans í síðustu viku en þar velti hann því fyrir sér hvort Ísland væri búið að gera skuldbindingar við Evrópusambandið. „Þjóðverjar eru hættir að treysta á samstarf ESB um bóluefnakaup og leita samninga á eigin vegum. Heilbrigðisráðherra landsins staðfestir þetta. Í öðrum Evrópulöndum vex óánægjan með það klúður sem við Íslendingar höfum dregist inn í,“ sagði Sigmundur.

„Viðbrögð ESB eru þau að segja aðildarlöndunum að þau megi ekki reyna að ná í eigin birgðir. Ursula von der Leyen (forseti framkvæmdarstjórnar ESB) segir: „Við höfum öll samþykkt með lagalega skuldbindandi hætti að það verði engar tvíhliða viðræður og engir tvíhliða samningar”. Er Ísland búið að gera slíkar skuldbindingar? Hvað sem því líður er tímabært að við nýtum fullveldið og hættum að reiða okkur á klúðrið sem nú er kallað hin nýja evrukrísa.“

Nú segir Sigmundur að þetta sé staðfest. „Ísland hefur skuldbundið sig til að fylgja ESB í kaupum á bóluefni og gera ekki eigin samninga. En eins og ég nefndi virðist ESB landið Þýskaland hafa gefist upp á klúðrinu og leitar nú eigin samninga. Það eigum við að gera líka. Nýtum fullveldið,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Barist um oddvitasætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

Barist um oddvitasætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiðrún og Daði tókust á – „Auðvitað dettur engum heilvita manni í hug að bjóða upp á það“

Heiðrún og Daði tókust á – „Auðvitað dettur engum heilvita manni í hug að bjóða upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn óttast um framtíð fjölmiðlunar á Íslandi – „Til­gang­ur þeirra er að banna umræður í stað þess að ræða mál“

Björn óttast um framtíð fjölmiðlunar á Íslandi – „Til­gang­ur þeirra er að banna umræður í stað þess að ræða mál“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bólusetningadagatal komið út – Hvenær verðið þið bólusett?

Bólusetningadagatal komið út – Hvenær verðið þið bólusett?