fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Sigmundur segir það sem hann óttaðist vera staðfest – „Er Ísland búið að gera slíkar skuldbindingar?“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 18. janúar 2021 19:06

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fréttir Stöðvar 2 staðfestu það sem ég óttaðist og velti upp í færslu fyrir tæpri viku,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni rétt í þessu.

Færslan sem Sigmundur á við birtist á Facebook-síðu hans í síðustu viku en þar velti hann því fyrir sér hvort Ísland væri búið að gera skuldbindingar við Evrópusambandið. „Þjóðverjar eru hættir að treysta á samstarf ESB um bóluefnakaup og leita samninga á eigin vegum. Heilbrigðisráðherra landsins staðfestir þetta. Í öðrum Evrópulöndum vex óánægjan með það klúður sem við Íslendingar höfum dregist inn í,“ sagði Sigmundur.

„Viðbrögð ESB eru þau að segja aðildarlöndunum að þau megi ekki reyna að ná í eigin birgðir. Ursula von der Leyen (forseti framkvæmdarstjórnar ESB) segir: „Við höfum öll samþykkt með lagalega skuldbindandi hætti að það verði engar tvíhliða viðræður og engir tvíhliða samningar”. Er Ísland búið að gera slíkar skuldbindingar? Hvað sem því líður er tímabært að við nýtum fullveldið og hættum að reiða okkur á klúðrið sem nú er kallað hin nýja evrukrísa.“

Nú segir Sigmundur að þetta sé staðfest. „Ísland hefur skuldbundið sig til að fylgja ESB í kaupum á bóluefni og gera ekki eigin samninga. En eins og ég nefndi virðist ESB landið Þýskaland hafa gefist upp á klúðrinu og leitar nú eigin samninga. Það eigum við að gera líka. Nýtum fullveldið,“ segir hann.

https://www.facebook.com/sigmundurdavidgunnlaugsson/posts/1778539432309098

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki