fbpx
Fimmtudagur 28.janúar 2021
Eyjan

Þorsteinn segir þetta vera mestu hættuna í kjölfar óeirðanna

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 10:00

Þorsteinn Pálsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ritstjóri og ráðherra, ræðir popúlisma og Trumpisma í pistli sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Hann segir að árásin á Bandaríkjaþing í seinastu viku hafi verið árás á lýðræðið, og þó um eina stofnun sé verið að ræða telur Þorsteinn mikilvægt að benda á að þingið hafi mikla þýðingu fyrir fólk um allan heim.

„Fáir atburðir hafa verið fordæmdir jafn einarðlega og almennt um víða veröld. Þetta var árás á lýðræðið. Árásin snerti heimsbyggðina fyrst og fremst fyrir þá sök að hún hefur lengi litið til Bandaríkjanna sem forysturíkis lýðræðis og stjórnfestu.

Í sjálfu sér er Bandaríkjaþing bara ríkisstofnun. En hún er fólki í fjölmörgum þjóðríkjum kær af því að hún blasir við sem hátindur mikilvægra gilda, sem þær njóta. Öðrum er hún táknmynd um draum eða málstað, sem vert er að leggja mikið í sölurnar til að gera að veruleika.

En hver eru líkleg áhrif þessa atburðar á stöðu Trumpismans í Bandaríkjunum og popúlismans í Evrópu og hér á landi? Er Trumpisminn dauður? Er popúlisminn í Evrópu úr sögunni?“

Nú spyr Þorsteinn sig hvort að popúlisminn séu úr sögunni, og veltir fyrir sér stöðu hans í á Íslandi. Hann minnist á þrjá flokka þar sem að popúlismi eigi það til að birtast á Íslandi, það sé augljósast í Miðflokknum, þá bendi orðræða einstaka talsmanna Sósíalistaflokksins til popúlisma. Auk þess sé að finna popúlískrar umræðuhefðar í Sjálfstæðisflokknum, sem séu knúnar af skrifum í Morgunblaðinu. Þess má geta að Þorsteinn var eitt sinn formaður Sjálfstæðisflokksins, en hann hefur sagt sig úr honum og gengið í Viðreisn.

„Popúlistar eru mismunandi frá einu landi til annars rétt eins og hægri flokkar, vinstri flokkar og frjálslyndir miðjuflokkar. Þeim verður því ekki jafnað saman í einu og öllu. En eigi að síður eru ákveðin stef sameiginleg flestum þeirra. Á hefðbundna pólitíska mælikvarða má finna popúlista lengst til hægri og lengst til vinstri.

Í Evrópu markaði þjóðaratkvæðið um Brexit ákveðin þáttaskil. Þó að áhrif popúlismans hafi dvínað þar og víða annars staðar í álfunni eftir Brexit hefur honum vaxið ásmegin í Póllandi og Ungverjalandi.

Hér á landi er það helst Miðflokkurinn, sem er nálægt því að vera popúlistaflokkur. Einnig má sjá sprota popúlískrar umræðuhefðar í hægri armi Sjálfstæðisflokksins, sem nærðir eru með stjórnmálaskrifum Morgunblaðsins. Sósíalistaflokkurinn er óskrifað blað, en í orðræðu einstaka talsmanna hans má líka greina vísi að popúlisma.“

 Þorsteinn segir að mesta hættan sé sú að aðferðarfræði popúlismans verði nú viðurkennd fram að ákveðnu marki, eða fram að því að þinghús séu tekin á vald með ofbeldi, en annað verði eðlilegt.

„Árásin á þinghúsið hefur nú komið stuðningsmönnum forsetans í Repúblikanaflokknum í vörn. Og popúlistar í Evrópu og þeir sem haldið hafa uppi þeim merkjum hér heima hafa ekki fylgt honum yfir þetta strik.

En gunnfáni popúlismans hefur ekki verið dreginn niður.

Mesta hættan er sú að þessi atburður leiði til þess að öll aðferðafræði popúlismans verði viðurkennd upp að því marki að taka þinghús með ofbeldi. Allt hitt verði normalt.“

Að lokum segir hann að nú sé samstaða hefðbundinna lýðræðisafla gríðarlega mikilvægt, og hafi lengi ekki verið eins mikilvægt og nú. Þá segir hann að viðhorf til grundvallargilda og trúverðugleika ákveðinna stofnana þurfi að hafa áhrif á komandi alþingiskosningar.

„Þessi hætta kallar á samstöðu hefðbundinna lýðræðisafla. Samstarf Evrópuþjóða innan Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins hefur sennilega ekki verið mikilvægara í annan tíma. Samvinna Evrópu við ný stjórnvöld í Bandaríkjunum mun einnig skipta sköpum um þróun lýðræðis og viðskiptafrelsis í heiminum.

Viðhorf til þessara grundvallargilda og trúverðugleika þeirra stofnana, sem um þau hafa verið mynduð, þurfa einnig að setja mark sitt á komandi kosningaumræðu hér heima. Stofnanir gegna lýðræðislegu hlutverki við valddreifingu og til að tryggja jafna stöðu borgaranna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón segir að það sé engin stemning fyrir óþarfa sóun á skattpeningum almennings – „Nú stendur fyrir dyrum að reisa fokdýra viðbyggingu“

Jón segir að það sé engin stemning fyrir óþarfa sóun á skattpeningum almennings – „Nú stendur fyrir dyrum að reisa fokdýra viðbyggingu“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sighvatur vill að þingmenn axli ábyrgð – „Hvaða þing­menn eru þetta?“ – „Hví er verið að hlífa þeim?“

Sighvatur vill að þingmenn axli ábyrgð – „Hvaða þing­menn eru þetta?“ – „Hví er verið að hlífa þeim?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir tvennt gott við feril Trumps – Fann fyrir líkamlegum létti í dag

Segir tvennt gott við feril Trumps – Fann fyrir líkamlegum létti í dag
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þung orð falla vegna brotthvarfs Ágústs Ólafs af lista – „Andstyggilegustu erjurnar í pólitík og mest mannskemmandi“

Þung orð falla vegna brotthvarfs Ágústs Ólafs af lista – „Andstyggilegustu erjurnar í pólitík og mest mannskemmandi“