fbpx
Sunnudagur 25.júlí 2021
Eyjan

Þetta er raunverulega ástæðan á bakvið könnunina hennar Áslaugar – „Af hverju þetta leikrit?“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 10. janúar 2021 13:08

Skjáskot af https://www.aslaugarna.is/daemdu-radherra/

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, fór þá óhefðbundu leið að bjóða almenning að dæma frammistöðu sína á kjörtímabilinu. Hægt er að dæma ráðherra á vefsvæði hennar undir liðnum Dæmdu ráðherra. Sitt sýnist þó hverjum.

Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, varaformaður ungra jafnaðarmanna, telur ljóst að annarlegur tilgangur sé að baki þessu framtaki sem hafi ekkert að gera með frammistöðu ráðherrans.

„Af hverju ekki að koma bara hreint fram með megintilgang þessa framtaks, sem er að safna persónuupplýsingum stuðningsfólks til að nýta í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins? Af hverju þetta leikrit?,“ skrifar Óskar á Twitter.

Bendir hann á að í persónuverndarstefnu á síðunni komi fram að hægt sé að safna persónuupplýsingum sem varpað geti ljósi á stjórnmálaskoðanir. Í persónuverndarstefnu kemur meðal annars fram:

„Eðli máls samkvæmt vinnur félagið persónuupplýsingar sem geta varpað ljósi á stjórnmálaskoðanir þínar. Slíkar upplýsingar geta talist viðkvæmar persónuupplýsingar. Dæmi um slíkar upplýsingar geta verið skoðanir sem koma fram í svörum frá þér þegar við höfum samband við þig, eins og t.d. hvort þú hyggist kjósa í prófkjöri og þá hvort þú hyggist kjósa Áslaugu Örnu í prófkjöri. Þetta gerum við til þess að við getum haft yfirsýn í kosningabaráttu.“ 

Óskar segir að yfirborðskennd og innihaldslaus stjórnmálaumfjöllun íslenskra fjölmiðla sé hægt að koma á óvart.

„Yfirborðskennd og innihaldslaus stjórnmálaumfjöllun íslenskra fjölmiðla er hætt að koma á óvart en come on. Persónuverndarstefnan er þarna á síðunni“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Biggi lögga og Hafnfirðingar berjast gegn undirförlum áætlunum Reykjavíkurborgar – „Þetta hlýtur að hafa verið einhver fljótfærni hjá þeim“

Biggi lögga og Hafnfirðingar berjast gegn undirförlum áætlunum Reykjavíkurborgar – „Þetta hlýtur að hafa verið einhver fljótfærni hjá þeim“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Átu Vinstri grænir skít?

Átu Vinstri grænir skít?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fréttastjóri Fréttablaðsins hraunar yfir strandveiðar – „Fær við­skipt­a­vin­ur trill­u­karls­ins orm­ét­inn þorsk­titt“

Fréttastjóri Fréttablaðsins hraunar yfir strandveiðar – „Fær við­skipt­a­vin­ur trill­u­karls­ins orm­ét­inn þorsk­titt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að taka þurfi á ósjálfbærum skuldum ferðaþjónustunnar

Segir að taka þurfi á ósjálfbærum skuldum ferðaþjónustunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta eru meðallaun á Íslandi – Hvernig stendur þú í samanburði við aðra?

Þetta eru meðallaun á Íslandi – Hvernig stendur þú í samanburði við aðra?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Óvæntar vendingar í gistileyfastríðinu í Borgarbyggð – Sveitarstjórn réttir fram sáttahönd

Óvæntar vendingar í gistileyfastríðinu í Borgarbyggð – Sveitarstjórn réttir fram sáttahönd
Eyjan
Fyrir 1 viku
Eign fyrir alla