fbpx
Föstudagur 22.janúar 2021
Eyjan

Einlægur ráðherra opnar sig – „Ég ákvað að hætta að gráta í skól­an­um. Það var virki­lega erfitt“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 10. janúar 2021 14:30

Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra var í einlægu viðtali við Morgunblaðið. Þar opnar hann sig um æskuna og hvernig það var að koma út úr skápnum sem samkynhneigður.

Skrítið barn

Hann er alinn upp í sveit, Brúarlandi á Mýrum og hafði þar ömmu sína og föðurbróður í næsta húsi. Guðmundur segir að vel megi segja að hann hafi ekki verið hefðbundið barn.

„Amma var með græna fing­ur og átti stór­an garð. Hún kenndi mér að spila og var mjög ætt­ræk­in. Við vor­um bæði mjög áhuga­söm um ætt­fræði og borg­firsk­ar ævi­skrár voru bibl­ía þeirra fræða í minni sveit. Þegar ég var níu og tíu ára lá ég yfir þeim,“ seg­ir hann og bros­ir út í annað. Já, þú mátt alveg segja að ég hafi verið skrítið barn.“

Hann greinir frá því að hann hafi verið í grunnskóla á Varmalandi og á þeim tíma voru börn þar í heimavist frá unga aldri.

„Ég átti mjög erfitt með þetta og leið mjög illa í skól­an­um. Ég var með heimþrá og vildi vera hjá mömmu og pabba. Það gilti um fleiri en mig, þótt það væri vel haldið utan um okk­ur í skól­an­um. En ég var bara lít­ill. Svo þegar ég var tíu ára tók ég þá ákvörðun að láta mér líða vel. Ég ákvað að hætta að gráta í skól­an­um. Það var virki­lega erfitt. Mér tókst það og ég er stolt­ur af því enn þann dag í dag því þetta breytti lífi mínu til hins betra.“

Hann segir þetta besta ákvörðun sem hann hafi tekið í lífinu og minnir sig oft á hana þegar hann tekst á við áskoranir í lífinu.

„Maður hef­ur heil­mikið um það að segja hvernig manni líður og hvaða viðhorf maður hef­ur.“

Erfitt að koma út úr skápnum

Guðmundur fór í Hússtjórnarskólann í Reykjavík eftir menntaskóla sem mörgum þótti sérkennilegt á þeim tíma.

„Ég held það hafi verið ábyrgðar­til­finn­ing­in sem ýtti mér þangað. Mér fannst að ég þyrfti að læra ákveðin und­ir­stöðuatriði áður en ég færi út í lífið. Það hljóm­ar ótrú­lega drama­tískt.Ég lærði hannyrðir og matseld og að geyma mat og nota af­ganga. Í heimi þar sem mat­ar­sóun er alltof mik­il og föt­um hent í stað þess að gera við þau nýt­ist þetta nám svo sann­ar­lega og ég bý enn að þessu.“

Eftir það fór hann í klaustur á Þýskalandi þar sem hann pússaði krossa af miklum móð í þrjá mánuði. Hann nam svo líffræði í háskóla og fór í framhaldsnám í Yale í Bandaríkjunum. Þar kom hann út úr skápnum, 27 ára gamall. Hann segir að engum í fjölskyldu hans hafi grunað að hann væri samkynhneigður en það kom hins vegar ekki öllum vinum hans á óvart.

„Það var svo­lítið erfitt. Ég hafði áhyggj­ur af öll­um í kring­um um mig; hvernig sam­fé­lagið myndi taka þessu. Ég átti konu á þess­um tíma sem ég hafði verið með í sjö ár. Það var erfiðast gagn­vart henni. Mér þótti og þykir ofboðslega vænt um hana og fannst þetta mjög ósann­gjarnt gagn­vart henni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur segir það sem hann óttaðist vera staðfest – „Er Ísland búið að gera slíkar skuldbindingar?“

Sigmundur segir það sem hann óttaðist vera staðfest – „Er Ísland búið að gera slíkar skuldbindingar?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óttast að Samfylkingin fremji ódæðisverk – „Dæmd vanhæf og brottrekin með þeim rökum“

Óttast að Samfylkingin fremji ódæðisverk – „Dæmd vanhæf og brottrekin með þeim rökum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ármann fer fögrum orðum um umdeildar áætlanir Kópavogs – Íbúar mótmæla áformunum

Ármann fer fögrum orðum um umdeildar áætlanir Kópavogs – Íbúar mótmæla áformunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn segir þetta vera mestu hættuna í kjölfar óeirðanna

Þorsteinn segir þetta vera mestu hættuna í kjölfar óeirðanna