fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Framsókn í vinstri beygju?

Heimir Hannesson
Mánudaginn 20. september 2021 19:00

Mun Framsókn leiða vinstrisveiflu næstu fjögur árin? mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar ein vinnuvika er til kosninga er loks farið að bera á skjálfta innan herbúða flokkanna tíu sem bjóða sig fram til þings. Stífbónaðar framboðsmyndir þekja nú svo til allar vefsíður sem hægt er að heimsækja á Veraldarvefnum, strætóskýlin undirlögð, útvarp, sjónvarp, allur pakkinn. Svo ekki sé nú minnst á samfélagsmiðla.

Kosningabaráttan nú hefur að mestu farið fram í gegnum umræddar auglýsingar. Einu vitrænu kappræðurnar sem höfundur hefur séð hingað til var slagur Guðlaugs Þórs og Gunnars Smára í Pólitíkinni á Hringbraut, en meira að segja það fjallaði meira um hugmyndafræðilegan ágreining sósíalista og hægrimanna en eiginleg og efnisleg málefni fyrir næstu kosningar, þó hugmyndafræði skipti að sjálfsögðu máli líka.

Af þessum stífbónuðu auglýsingaherferðum er ljóst að Framsókn hefur tekist að vekja mesta athygli, sem hlýtur að teljast nokkuð gott. Sérstaklega í ljósi þess að kosningaslagorðið virðist sniðið að áhugaleysi almennings á stjórnmálum um þessar mundir: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn?“

Framsókn hefur í sinni baráttu keppst við að lemja á villta vinstrinu og harða hægrinu til jafns. „Framtíðin ræðst á miðjunni,“ læða þeir svo að kjósandanum. Íslendingar eru miðjumenn upp til hópa. Kannski þess vegna sem Framsókn hefur verið í flestum ríkisstjórnum Íslandssögunnar, og er elsti stjórnmálaflokkurinn.

Það vakti því nokkra athygli að hlusta á Ásmund Einar Daðason í Pólitíkinni á Hringbraut á fimmtudag í síðustu viku þar sem hann lýsti yfir áhuga á annars konar stjórnarmynstri en því sem Katrín Jakobsdóttir fer nú fyrir. „Þar var verið að takast á frá vinstri og yfir til hægri. Við í Fram­sókn höfum lagt á­herslu á það að við höfnum öfgum til ysta hægrisins og ysta vinstrisins og segjum að fram­tíðin ráðist á miðjunni,“ sagði Ásmundur meðal annars um áðurnefnd átök Guðlaugs Þórs og Gunnars Smára. Þetta kom frá manni sem situr í ríkisstjórn með Sjálfstæðismönnum og Vinstri grænum.

Þá sagði Ásmundur vilja sjá sterka miðjustjórn frekar en þá sem í dag situr.

Eru nú vangaveltur uppi um hvort að þarna hafi skinið inn í vinstra hjarta Ásmundar Einar, sem kom fyrst inn á þing fyrir Vinstri græna, eða hvort orð hans endurspegla taktíska ákvörðun kosningastjórnar um að reyna að fjarlægjast samstarfsflokkinn til hægri, Sjálfstæðisflokkinn, í von um veglegri atkvæðaveiði inn á miðjunni.

Í því samhengi hafa stjórnarmyndunarviðræður eftir síðustu kosningar verið rifjaðar upp, og þá sérstaklega fundur Sigurðar Inga með fulltrúum Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata, sem Sigurður hélt á heimili sínu í Hrunamannahreppi.

Eftir stendur spurningin: Mun Framsókn leiða sveiflu til vinstri eftir næstu kosningar?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna