fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Lætur af störfum hjá Landsbankanum

Eyjan
Mánudaginn 6. september 2021 17:06

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Eignastýringar og miðlunar Landsbankans, hefur sagt starfi sínu lausu hjá bankanum, sem hún hefur gegnt frá árinu 2010. Hún hefur þegar látið af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bankans.

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir segir: „Ég kveð nú Landsbankann með stolti eftir ellefu ánægjuleg og viðburðarík ár. Hér hef ég öðlast mikla reynslu og fengið tækifæri til að vinna með einstaklega öflugu fólki að krefjandi verkefnum.“

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir: „Hrefna Ösp hefur unnið frábært starf fyrir Landsbankann. Hún stýrði enduruppbyggingu eignastýringar bankans og studdi við uppbyggingu Landsbréfa. Hrefna Ösp hefur verið brautryðjandi á Íslandi í sjálfbærni og ábyrgum fjárfestingum. Hún var drifkrafturinn í stofnun IcelandSIF og hreif markaðinn með sér í nýrri hugsun. Hrefna Ösp er kraftmikill stjórnandi sem hefur náð miklum árangri og verið framúrskarandi liðsmaður í framkvæmdastjórn Landsbankans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling