fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Helgi seldi hlut sinn í Bláa Lóninu til Stoða

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. september 2021 08:00

Bláa lónið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárfestingafélagið Stoðir hf. hefur keypt rúmlega sex prósenta hlut Hofgarða ehf., sem er í eigu Helga Magnússonar fjárfestis, í Bláa lóninu hf. Helgi hefur setið í stjórn Bláa lónsins í 17 ár, þar af hefur hann verið formaður stjórnarinnar síðustu tíu árin.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Helgi láti nú af stjórnarformennsku í Bláa lóninu. Haft er eftir Helga að viðskiptin hafi gengið hratt fyrir sig. Hann hafi fengið áhugavert tilboð í hlutabréfin og hafi ákveðið að fallast á það og selja öll hlutabréf sín í fyrirtækinu. Hvað varðar kaupverðið sagði hann það vera trúnaðarmál milli seljanda og kaupanda.

„En hér er um mikil verðmæti að ræða. Ég hef tekið þátt í því stórkostlega ævintýri sem rekstur, þróun og uppbygging Bláa lónsins hefur verið. Það hefur verið einstaklega áhugavert og gefandi viðfangsefni í alla staði,“ er haft eftir honum.

Rétt er taka fram að Helgi er formaður stjórnar Torgs ehf. sem á og rekur DV.is, Fréttablaðið fleiri miðla. Félög í eigu Helga eru stærstu hluthafarnir í Torgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist