fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

„Hvílíkur bölvaður óþverri“: Eiríkur tók eftir þessu þegar hann hlustaði á gömul íslensk dægurlög – „Þetta þótti bara eðlilegt“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 12:10

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, velti fyrir sér gömlum íslenskum dægurlagatextum í færslu sem birtist á Facebook í gærkvöldi. Hann segir að áður fyrr hafi hann hlustað á lögin og þau vakið upp nostalgíu hjá sér en það hafi nú breyst eftir að hann tók eftir því að sum laganna væru uppfull af kvenfyrirlitningu.

Eiríkur fer ekki fögrum orðum um textana og kallar þá „bölvaðan óþverra“. Hann segir að í þeim birtist tíðarandi og viðhorf sem ekki séu til sóma.

„Í seinni tíð kann maður samt betur að meta þessi íslensku lög og þau vekja jafnvel hjá manni dálitla nostalgíu. Þangað til núna.

Allt í einu fór ég nefnilega að hugsa út í hvílíkur bölvaður óþverri margir af þessum gömlu dægurlagatextum eru, að ekki sé talað um svokallaðar „gamanvísur“. Þá er ég ekki að tala um skáldskapargildið sem er auðvitað upp og ofan, heldur andann og viðhorfin, ekki síst afstöðuna til kvenna og lítilmagna.“

Hann nefnir nokkur dæmi til þess að færa rök fyrir máli sínu og minnist á línur úr dægurlögum eins og: Ship-o-hoj, Einsi kaldi úr Eyjunum, Senjóríturnar, Kötukvæði, Ég er kokkur á kútter frá Sandi, og Óhappadagar.

„Konur eru útmálaðar sem einnota – „og svo nýja í næstu höfn“, „en hugsi þær um hjónaband / í hasti ég flý í land“ og lauslátar – „mikið er varasamt að treysta þeim“, „hún var með einfaldan giftingarhring“. Eiginkonur eru stjórnsamar gribbur – „hún er tvígild að afli hún Tóta / og ég tala ekki um sé hún reið“, „uns konan kom og tók mig / og kröftuglega skók mig“. Þetta eru bara örfá dæmi af ótalmörgum sem mætti taka.“

Eiríkur tekur fram að hann sé ekki að gagnrýna útvarpsmenn sem spila þessi lög, líkt og tónlistarmaðurinn KK á til að gera í þætti sínum, Á reki með KK. Auk þess gagnrýnir hann ekki höfunda textana, þar sem að þeir hafi verið mótaðir af tíðarandanum.

„Það versta er nefnilega að textarnir eru ekki eyland – þeir voru mótaðir af tíðarandanum og samdauna honum, eins og ég og jafnaldrar mínir. Vissulega þykist ég ekki beinlínis hafa haft þau viðhorf sem koma fram í textunum – en ég hef ekki tekið sérstaklega eftir þeim eða staldrað við þau. Þetta þótti bara eðlilegt. Þetta var það sem við ólumst upp við. Svona var þjóðfélagið – og það er ótrúlega stutt síðan. Það sem mér finnst hins vegar óþægilegt er að vera fyrst að átta mig á því núna, orðinn rúmlega hálfsjötugur. En betra seint en aldrei.“

„Æh… er þetta byrjað…“

Færsla Eiríks skapaði miklar umræður en ófáar athugasemdir birtust fyrir neðan hana. Á meðal þeirra sem tjáði sig er rithöfundurinn  og varaþingmaðurinn Einar Kárason, sem skrifaði: „Æh… er þetta byrjað…“ Eiríkur var ekki lengi að svara: „Já – og þótt fyrr hefði verið.“

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og rithöfundur, lagði orð í belg. Hann viðurkenndi að honum þættu þessir textar oft skemmtilegir og fyndnir, þó svo að þeir birtu stundum úreltar hugmyndir um samskipti kynjanna. Þá minntist hann á lögin Þórsmerkurljóð og Þrjú hjól undir bílnum, en aðrir höfðu gagnrýnt þá texta í athugasemdakerfinu.

„Sums staðar finnst mér gæta púritanisma í athugasemdum sem ég á erfitt með að samsinna. Hér var til dæmis að ofan hneykslast á línum í Þórsmerkurljóði Sigurðar Þórarinssonar: „troddu þér nú inn í tjaldið hjá mér, María María / síðan ætla ég að sofa hjá þér, María María.“ Vissulega nokkuð óheflað orðaval, sem að sjálfsögðu var partur af aðdráttarafli textans sem lýsir andrúmslofti þar sem verið er að drekka og dufla.

Eins var hér nefnd lína úr „Þrjú hjól undir bílnum“: „Þegiðu kelling og lokaðu glugganum“. Þarna virðist viðkomandi ekki átta sig á því að Þrjú hjól undir bílnum er smásaga sögð af ýktum karakterum. Og er raunar snilldarverk. Sjálfstætt fólk á þremur mínútum. Hárbeitt lýsing á hinum bjartsýna en glataða íslenska karlmanni sem leiðir kúgaða fjölskyldu sína út í fullkomnar ófærur. Að nota orðið kelling en nú minnsta syndin hans. Og svona mætti telja áfram og áfram. Eiginlega er enginn gamall dægurlagatexti sem misbýður mér nema Litla flugan.“

Eiríkur svaraði Guðmundi. Hann segir að honum hafi líka þótt textarnir skemmtilegir en það sé einmitt það sem honum finnist óþægilegt núna.

„Manni fannst þetta fyndið en hugsaði ekkert út í viðhorfin sem þarna koma fram. Mér finnst enginn sérstakur púritanismi í umræðunni hér. Mér finnst t.d. mjög vel skiljanlegt að konum sem heita María hafi ekki endilega liðið vel undir Þórsmerkurljóði eins og fram kemur dæmi um hér að ofan.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu