fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Eyjan

Einlæg afsökunarbeiðni Glúms til Ingu Sæland – „Kæri Glúmur, ég þakka þér þitt fallega hjarta“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 09:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glúmur Baldvinsson, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins, skrifaði fyrir stuttu smellinn palladóm um formenn stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram til Alþingis. Fengu formennirnir, allir utan formanns Framsóknarflokksins, Sigurðar Inga Jóhannssonar, heldur nöturlegar sumsagnir hjá Glúmi, sem þó minntist ekki á formann eigin flokks, Guðmund Franklín Jónsson.

 DV gerði pistli Glúms skil. Sjá: Glúmur tætir í sig forystu íslensku stjórnmálaflokkanna

Um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, skrifaði Glúmur:

„Inga Sæland grenjaði sig síðast inná þing fyrir öryrkja og býr enn í öryrkjaíbúð á ofurlaunum. Og nú hefur hún fengið til liðs við sig Tomma og Kobba sem ekki beint eru öryrkjar þótt aldnir séu orðnir.“

Þarna skjátlaðist Glúmi því Inga Sæland býr í eigin íbúð. Hann gengst við mistökunum í nýrri Facebook-færslu og biðst innilega afsökunar:

„Um daginn skrifaði ég pistil um forystumenn flokkanna sem birtur var í DV. Þar bar ég Ingu Sæland þungum sökum sem ekki eiga við rök að styðjast. Ég byggði þann málflutning á villandi upplýsingum. Í því ljósi vil ég biðja Ingu Sæland einlægrar afsökunar og óska ég henni alls hins besta. Ég er að mörgu leyti líkur móður minni sem innrætti mér að koma vel fram við alla, háa sem lága. Og þegar mér bregst sú bogalist nístir samviskan mig.“

Inga bregst afar vel við afsökunarbeiðni Glúms og segist samþykkja hana af heilum hug:

„Kæri Glúmur, ég þakka þér þitt fallega hjarta. ekki margir sem myndu sjá að sér á eins einlægan hátt og þú gerir nú. Ég óska þér sömuleiðis alls hins besta. Afsökunarbeiðnin er samþykkt af heilum hug.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna