fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Íslensk stjórnvöld reyna að koma 120 Afgönum til Íslands

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 24. ágúst 2021 12:22

Liðsmenn Talibana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögur flóttamannanefndar um að taka á móti 120 afgönskum flóttamönnum og veita þeim hæli á Íslandi, í kjölfar valdatöku Talíbana í landinu. Fréttablaðið greinir frá.

Ekki er víst að takist að koma þessu fólki frá Afganistan þar sem aðstæður eru erfiðar. „Við ráðgerum 120 en þetta er ekki nákvæmar tölur vegna aðstæðna í Afganistan. Það er engin eiginlega starfsemi á flugvellinum og það gæti verið erfitt að ná til fjölskyldnanna,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, í viðtali við Fréttablaðið.

Lögð verður áhersla á að taka á móti fólki sem vann fyrir Atlantshafsbandalagið og fjölskyldum þeirra og verður þar horft sérstaklega til þeirra sem störfuðu með íslensku íslensku friðargæslunni. Tillögur flóttamannanefndar sem ríkisstjórnin samþykkti eru annars eftirfarandi:

  • Tekið verður á móti starfsfólki sem vann með og fyrir Atlantshafsbandalagið, ásamt mökum þeirra og börnum. Horft verður sérstaklega til þeirra sem störfuðu með íslensku friðargæslunni.  
  • Fyrrverandi nemendum frá Afganistan við jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, ásamt mökum og börnum, verður boðið til landsins.
  • Íslensk stjórnvöld munu aðstoða þá Afgana sem eiga rétt á fjölskyldusameiningu eða eru komnir nú þegar með dvalarleyfi hér á landi en geta ekki ferðast á eigin vegum að komast til landsins. Um er bæði að ræða einstaklinga sem hafa fjölskyldutengsl hér sem og einstaklingar sem hyggjast hefja hér nám.
  • Umsóknir um fjölskyldusameiningu, samkvæmt lögum um útlendinga, við Afgana búsetta hér landiverða settar í forgang og aukið við fjárveitingar til þess að hraða umsóknunum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“