fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Oddviti Sósíalista missti vinnuna og húsið í hruninu – „Ótrúlega stuttur tími þar til hyldýpið fer að blasa við“

Eyjan
Miðvikudaginn 18. ágúst 2021 17:30

Haraldur Ingi Haraldsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Ingi Haraldsson skipar fyrsta sætið á framboðslista Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Haraldur hefur marga fjöruna sopið eins og kemur fram í áhugaverðu viðtali við hann á vefsíðu flokksins.

Meðal annars greinir Haraldur frá því er hann missti atvinnu og húsnæði í hruninu:

„Atvinnuleysi er svo sannarlega böl. Það étur einstaklinginn upp að innan. Allt í samfélaginu miðast við að ég og þú stöndum okkar plikt við lánardrottna. Og þegar atvinnuleysið ber að dyrum þá missum við þetta viðkvæma jafnvægi. Það er ótrúlega stuttur tími þar til hyldýpið fer að blasa við. Ógreiddu reikningarnir hrúgast upp og maður stendur frami fyrir því að það þurfa ekki nema 2-3 afborganir af húsinu að fara i vanskil að bankinn taki öll ráð í sínar hendur. Allt þetta kom fyrir mig og mína fjölskyldu. Kvíði, stöðugt örvæntingarfyllri ráð til að ná upp á yfirborðið, uppgjöf, sífellt meiri drykkja og ofsa bjartsýni á lausnir. Allt þetta í einu í æðisgengni rússíbanareið upp og niður geðsveifluna.“

Haraldur segir að aðgerðir stjórnvalda eftir hrunið hafi verið skammgóður vermir og „Brennuvargarnir stóðu uppi sem sigurvegarar.“ Hann segir ennfremur:

„Mér sortnar enn fyrir augum er ég heyri orðið innanhúsreglur – Það orð fékk maður sífellt að heyra þegar ég var að átta mig á því að bankinn var allt í senn ákærandi, dómari og lögregla yfir mér.“

Eiginkona Haraldar gafst upp á honum á þessum tíma enda var hann virkur alkóhólisti. Honum tókst hins vegar að snúa lífi sínu við og samband hans við börn hans varð honum þar mjög til góðs.

Haraldur óttast annað fjármálahrun og hefur áhyggjur af húsnæðisbólunni, sölu banka og einkavæðingu í vegakerfinu:

„Ég verð hryggur þegar ég sé ungt fólk setja höfuð í snöru bankanna. Skuldsett íbúðar “kaup“ eru ekkert annað en áhættusöm veðmál gegn bankanum þar sem hann heldur öllum mannspilunum á sinni hendi og einungis örlítið má út af bera til að spilið tapist. Það þekki ég

Og þá bitru reynslu tek ég með mér núna þegar ég býð fram krafta mína sem fulltrúi fólks í stjórnmálum.“

Hér hefur aðeins verið tæpt á broti af þessu áhugaverða viðtali sem má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu