fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Eyjan

Svandís semur við einkaaðila um mönnun gjörgæsludeilda

Eyjan
Mánudaginn 16. ágúst 2021 16:55

Svandís Svavarsdóttir. Skjáskot af Hringbraut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir í viðtali við sjónvarpsstöðina Hringbraut að í dag standi yfir samningaviðræður við einkaaðila um að manna gjörgæsludeildir heilbrigðiskerfisins í Covid-faraldrinum. Fréttablaðið greinir frá.

„Þetta eru aðilar sem eru að reka heil­brigðis­þjónustu úti í bæ en hafa tekið því vel þegar við höfum leitað eftir því að þau geti ljáð okkur lið, eða lagt okkur lið öllu heldur. Bæði læknar og hjúkrunar­fræðingar og fjöl­breyttara starfs­fólk, sem er að hjálpa okkur að manna þessar deildir sem að mæðir mest á,“ segir Svan­dís.

Aðspurð hvort þetta sé ekki á skjön við hennar pólitík sem hefur á­vallt verið andsnúin einka­væðingu heil­brigðis­þjónustu, segir Svan­dís að það sé í takt við hennar pólitík að leysa málin.

Nánar verður rætt við Svandísi á Fréttavaktinni sem hefst á Hringbraut kl. 18:30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gallupkönnun: Yfirgnæfandi meirihluti vill rannsóknarnefnd á störf sérstaks saksóknara í hrunmálum

Gallupkönnun: Yfirgnæfandi meirihluti vill rannsóknarnefnd á störf sérstaks saksóknara í hrunmálum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framhaldsskólar: Guðmundur Ingi heimsótti FAS – hefur nú heimsótt alla framhaldsskóla

Framhaldsskólar: Guðmundur Ingi heimsótti FAS – hefur nú heimsótt alla framhaldsskóla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Ísland mjög vel sett miðað við önnur lönd

Jón Guðni Ómarsson: Ísland mjög vel sett miðað við önnur lönd
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Að hika er að tapa

Svarthöfði skrifar: Að hika er að tapa