fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Eyjan

Kostnaður við nýja Landspítalann 16,3 milljörðum hærri en gert var ráð fyrir

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 09:00

Teikning af nýja meðferðarkjarnanum við Hringbraut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar kostnaðarmat var gert vegna byggingar nýs Landspítala á Hringbraut árið 2017 hljóðaði það upp á 62,8 milljarða miðað við verðlag í desember á síðasta ári. Nú er áætlað að heildarkostnaðurinn verði 79,1 milljarður og hefur hann því hækkað um 16,3 milljarða.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Gunnari Svavarssyni, framkvæmdastjóra Nýs Landspítala, sem er opinbert hlutafélag, að umfang verkefnisins skýri þessa breytingu. Meðferðarkjarninn, sem er stærsta byggingin, verði 70.000 fermetrar í stað 53.000 fermetra. Einnig var ákveðið að gera þá kröfu að húsið geti staðið af sér mun öflugri jarðskjálfta en kveðið er á um í byggingarreglugerðum. Nú sé talið að húsið verði starfhæft nokkrum klukkustundum eftir slíkan skjálfta sem mun líklega eiga upptök sín í Brennisteinsfjöllum.

Um leið og húsið var stækkað urðu veggir þess þykkari en áður var miðað við og því fór meira stál í bygginguna. Samskonar breytingar voru einnig gerðar á 17.000 fermetra rannsóknahúsi sjúkrahússins.

Haft er eftir Gunnari að þessar breytingar eigi stærsta þátt í kostnaðarhækkununum auk verðhækkana á mörkuðum. Að auki hafi verið ákveðið að stækka gatnagerðarverkefnið í kringum spítalann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Hvað ef ESB væri ekki til?

Thomas Möller skrifar: Hvað ef ESB væri ekki til?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Átökin í borginni – stóra prófið fyrir Guðrúnu Hafsteins

Orðið á götunni: Átökin í borginni – stóra prófið fyrir Guðrúnu Hafsteins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heitirðu Óttar?

Óttar Guðmundsson skrifar: Heitirðu Óttar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn með Gallupkönnun um fylgi við mögulega oddvita

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn með Gallupkönnun um fylgi við mögulega oddvita
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja Finnbjörn tala af „yfirborðskenndum hætti um grafalvarleg vandamál“

Segja Finnbjörn tala af „yfirborðskenndum hætti um grafalvarleg vandamál“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir orðaskipti Guðrúnar og Dags vera ein af ástæðum þess að fólk á erfitt með að treysta stjórnmálafólki

Segir orðaskipti Guðrúnar og Dags vera ein af ástæðum þess að fólk á erfitt með að treysta stjórnmálafólki