fbpx
Þriðjudagur 21.september 2021
Eyjan

Eyþór segir að örvænting hafi stýrt kaupum Reykjavíkurborgar á kynlífshjálpartækjaverslun – Nýtt húsnæði hefði verið betra og heilnæmara

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 10:01

Eyþór Arnalds

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna, segir að panikk hafi ráðið því að Reykjavíkurborg fjárfesti í gömlum verslunarkjarna við Kleppsveg, sem meðal annars hýsti kynlífshjálpartækjaverslunina Adam & Evu, fyrir 652 milljónir króna. Þetta kemur fram í aðsendri grein hans í Fréttablaðið.  Ætlunin er að breyta húsnæðinu í leikskóla fyrir 120 börn en undanfarnar vikur hefur verið tekist á um síhækkandi kostnaðaráætlanir verkefnisins. Upphaflega var gert ráð fyrir að kostnaðurinn yrði um 367 milljónir króna til viðbótar en núna er gert ráð fyrir að kostnaðurinn geti orðið allt að 989 milljónir til viðbótar við kaupverðið.

Minnihlutinn í borginni hefur verið gagnrýninn á að verkefnið sé komið fram úr áætlunum en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur gripið til varna og sagt fréttaflutninginn villandi enda sé verkefnið ekki farið af stað. Fyrst hafi verið lögð fram frumkostnaðarkostnaðaráætlun og ekkert sé óeðlilegt við að ítarlegra kostnaðaráætlun sé hærri. Alltaf hafi legið fyrir að um óvissuferð væri að ræða.

Í grein dagsins bendir Eyþór á fyrri framkvæmdasögu borgarinnar sem sé ekki fögur að hans mati. „Braggamálið var stjórnlaust viðhaldsverkefni.Fossvogsskóli mátti þola vanrækt viðhald, meira en hálfan milljarð í viðgerð sem ekki dugði og þöggun. Af þessum mistökum átti að læra. Því vaknar spurningin: Af hverju var farið í þessi kaup án þess að endanleg kostnaðaráætlun lá fyrir um að gera húsnæðið upp?“ skrifar Eyþór.

Örvæntingin dýr

Að hans mati er svarið einfalt – panikk. „Panikk kostar. Á kosningafundi fyrir þremur árum lofaði Samfylkingin leikskólaplássum fyrir 12 mánaða börn. Um þessar mundir eru um sjö hundruð börn á biðlista. Nú er farið í að reyna að efna loforðið þegar innan við ár er til kosninga. Hugmyndir eru um bráðabirgðalausnir; leikskóla í rútum, leikskóla á hringtorgi og svo þessi kaup. Það var í raun ekkert plan um efndir þegar leikskólaplássum var lofað fyrir síðustu kosningar. Þess í stað er hlaupið í að kaupa húsnæði í niðurníðslu með ærnum tilkostnaði. Nýtt húsnæði hefði ekki aðeins verið miklu ódýrara. Það hefði líka verið betra og heilnæmara,“ segir Eyþór.

Hann segir að kaupin hafi kannski þótt fyndin þegar Dagur B. stærði sig af þeim á Twitter en að þau séu það ekki lengur. „Þegar illa er farið með skattfé er minna til annarra verka. Minna fé í annað skólahúsnæði. Minna fé í önnur leikskólapláss. Á þessu kjörtímabili hefur borgin eytt um efni fram. Á þessu ári eru tekin lán fyrir öllum framkvæmdum. Það er því enn grátlegra þegar þessu lánsfé er sólundað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Geggjað vöfflupartí hjá VG eftir sögulega gönguferð

Geggjað vöfflupartí hjá VG eftir sögulega gönguferð
Eyjan
Í gær

Er uppáhalds „leiðindaskarfur“ Sjálfstæðismanna á útleið? Sjáðu nýstárlega kosningaauglýsingu Brynjars

Er uppáhalds „leiðindaskarfur“ Sjálfstæðismanna á útleið? Sjáðu nýstárlega kosningaauglýsingu Brynjars
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Tómas Ellert hellir sér yfir Guðna Ágústsson – „Hér er um að ræða vel skipulagða og stigmagnandi rógsherferð í minn garð“

Tómas Ellert hellir sér yfir Guðna Ágústsson – „Hér er um að ræða vel skipulagða og stigmagnandi rógsherferð í minn garð“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir íslenskt fyrirtæki hafa keypt hlutabréf á 20 þúsund krónur og selt á tæplega hálfan milljarð

Ragnar segir íslenskt fyrirtæki hafa keypt hlutabréf á 20 þúsund krónur og selt á tæplega hálfan milljarð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Aðalheiður segir að ekkert sé að óttast við ESB-aðild

Aðalheiður segir að ekkert sé að óttast við ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole segir Framsóknarflokkinn vera gamlan og steinrunninn bændaflokk sem standi fyrir einangrunarstefnu og kyrrstöðu

Ole segir Framsóknarflokkinn vera gamlan og steinrunninn bændaflokk sem standi fyrir einangrunarstefnu og kyrrstöðu