fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Eyjan

Þetta eru ástæðurnar fyrir vinsældum Katrínar, að mati Ole – Segir að vinsældir séu ekki alltaf af hinu góða

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 12. júlí 2021 16:30

Katrín Jakobsdóttir. Mynd: Anton Brink.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Oftast eru vinsældir af hinu góða, en ekki alltaf,“ segir Ole Anton Bieltvedt, kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir, í nýjum pistli á Vísir.is.

Ole veltir þar fyrir sér misræminu á milli fylgis VG og vinsælda Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanns flokksins. Á meðan vinsældir Katrínar haf náð til allt að 67% landsmanna þá er fylgi VG samkvæmt skoðanakönnunum innan við 12%.

Ole segir að ástæðan fyrir misræminu sé sú að Katrín sé vinsæl á meðal kjósenda pólitískra andstæðinga VG en ekki á meðal vinstri manna. „Fyrir undirrituðum eru þetta einhverjar hörmulegustu vinsældir sem völ er á,“ segir Ole.

Hann segir að þessi ríkisstjórn hafi fylgt stefnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins en ekki stefnu VG sem hafi gefið eftir í helstu stefnumálum. Ole segir að augljóst sé af þessu að ekki séu allar vinsældir til góðs og telur upp þau mál sem VG hafi gefið eftir í: Hálendisþjóðgarður, Stófellt átak í loftslagsmálum, endurskoðun laga um vernd, friðun og veiðar villtra dýra og endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Ole segir enn fremur:

„Í stjórnmálum myndast vinsældir og óvinsældir ekki aðeins af því, hvaða stefnumálum stjórnmálamenn og flokkar hafa, heldur, öllu fremur, af því, hvaða stefnu þeir fylgja í framkvæmd.

Yfirleitt eru stjórnmálamenn sæmilega heilir og sjálfum sér samkvæmir í stjórnaraðstöðu, og njóta þeir þá fulls stuðnings síns flokks og sinna kjósenda.

En, í öðrum tilvikum gefa stjórnmálamenn eftir sína eigin stefnu og beygja sig undir vilja og stefnumál annarra manna og flokka, kannske til að komast í ríkisstjórn og ráðherrastóla. Í gegnum valdaaðstöðuna hyggjast þeir svo væntanlega koma sinni stefnu nokkuð að. Sýna lit. Réttlæta alla vega eftirgjöfina með því.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði