fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Eyjan

Þetta eru ástæðurnar fyrir vinsældum Katrínar, að mati Ole – Segir að vinsældir séu ekki alltaf af hinu góða

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 12. júlí 2021 16:30

Katrín Jakobsdóttir. Mynd: Anton Brink.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Oftast eru vinsældir af hinu góða, en ekki alltaf,“ segir Ole Anton Bieltvedt, kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir, í nýjum pistli á Vísir.is.

Ole veltir þar fyrir sér misræminu á milli fylgis VG og vinsælda Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanns flokksins. Á meðan vinsældir Katrínar haf náð til allt að 67% landsmanna þá er fylgi VG samkvæmt skoðanakönnunum innan við 12%.

Ole segir að ástæðan fyrir misræminu sé sú að Katrín sé vinsæl á meðal kjósenda pólitískra andstæðinga VG en ekki á meðal vinstri manna. „Fyrir undirrituðum eru þetta einhverjar hörmulegustu vinsældir sem völ er á,“ segir Ole.

Hann segir að þessi ríkisstjórn hafi fylgt stefnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins en ekki stefnu VG sem hafi gefið eftir í helstu stefnumálum. Ole segir að augljóst sé af þessu að ekki séu allar vinsældir til góðs og telur upp þau mál sem VG hafi gefið eftir í: Hálendisþjóðgarður, Stófellt átak í loftslagsmálum, endurskoðun laga um vernd, friðun og veiðar villtra dýra og endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Ole segir enn fremur:

„Í stjórnmálum myndast vinsældir og óvinsældir ekki aðeins af því, hvaða stefnumálum stjórnmálamenn og flokkar hafa, heldur, öllu fremur, af því, hvaða stefnu þeir fylgja í framkvæmd.

Yfirleitt eru stjórnmálamenn sæmilega heilir og sjálfum sér samkvæmir í stjórnaraðstöðu, og njóta þeir þá fulls stuðnings síns flokks og sinna kjósenda.

En, í öðrum tilvikum gefa stjórnmálamenn eftir sína eigin stefnu og beygja sig undir vilja og stefnumál annarra manna og flokka, kannske til að komast í ríkisstjórn og ráðherrastóla. Í gegnum valdaaðstöðuna hyggjast þeir svo væntanlega koma sinni stefnu nokkuð að. Sýna lit. Réttlæta alla vega eftirgjöfina með því.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Tilbúinn lóðaskortur keyrir upp lóðaverð og hækkar íbúðaverð

Vilhjálmur Egilsson: Tilbúinn lóðaskortur keyrir upp lóðaverð og hækkar íbúðaverð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Háskólaprófessor: Innrás frá Íslandi blasir við – Ísland á bara einn vin

Háskólaprófessor: Innrás frá Íslandi blasir við – Ísland á bara einn vin
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Áhrifavaldar dottnir úr tísku

Nína Richter skrifar: Áhrifavaldar dottnir úr tísku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið