fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Viðskiptablaðið sakað um hugleysi og kvenfyrirlitningu – „Það þarf einhver að segja STOPP og það geri ég núna“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 9. júlí 2021 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar til næstu þingkosninga, segir nóg komið af nafnlausum áróðri sem birst hefur um árabil í skjóli nafnleyndar á síðum Viðskiptablaðsins.

Segir hún þessa nafnlausu pistla ala á kvenfyrirlitningu og sé gagngert beitt til að reyna að halda konum frá efnahagsumræðunni. Viðskiptablaðið ætti frekar að styrkja konur á þeim karllæga stað sem efnahagsumræðan er, frekar en að niðurlægja þær. Og ef blaðamenn þar vilja halda áfram að hjóla með þessum hætti í konur, þá ættu þeir í það minnsta að haga kjarkinn í að gera slíkt undir nefni í stað þess að skýla sér á bak við nafnleynd.

Kristrún vekur máls á þessu í röð tísta á Twittter.

„NEI, þið fáið ekki að kúga mig og fleiri konur á næstu mánuðum og árum með svona ömurlegum, nafnlausum áróðri. 

Það þarf einhver að segja STOPP og það geri ég núna. Viðskiptablaðið sem kallar sig fréttamiðil atvinnu- og viðskiptalífsins hefur staðið fyrir nafnlausum áróðurspistli, „ÓÐINN“, vikulega. 

Þar hefur hver konan á eftir annarri verið tekin fyrir, iðulega á mun svæsnari hátt en karlarnir sem eru frekar talaðir upp þarna sem „snillingar“. 

Kölluð stjörnuhagfræðingur

Kristrún bendir á að hagfræðingurinn Guðrún Johansen hafi í rúman áratug fengið að finna fyrir þessum pistlum.

„Nú ætla þessir „snillingar“ greinilega að byrja á mer. Ég held nú ekki.“

Í nýjustu prentútgáfu Viðskiptablaðsins er í nafnlausa skoðanapistlinum Óðni vikið að Kristrúnu og hún er þar kölluð stjörnuhagfræðingur með niðrandi hætti.

„Heilsíða í blaðinu fer í að gera lítið úr hæfileikum mínum sem hagfræðingi. Vitnað til ummæla við mig í Mannlífi þar sem orðið „stjörnuhagfræðingur“ kemur fyrir, sem kom úr samtali við fréttamann í tengslum við mikla framkomu mína í fjölmiðlum. Hæðst að mér í því samhengi. 

Guð hjálpi konu sem tekur undir jákvæð ummæli, hvað á talar vel um sjálfa sig! Þvílíkur hrokagikkur, hvernig dettur mér þetta í hug? Það mætti halda að ég hafi ekkert gert síðasta áratug til að afla mér þekkingar, YaleMorgan Stanley, aðalhagfræðingur. Stelpuskjáta.“ 

Bara hægri menn sem mega sýsla með fé

Óðinn vekur athygli á því að í starfi sínu hjá Kviku haf Kristrún fengið áskriftarréttindi í bankanum og hagnast á því, en slík kjör buðust starfsmönnum.

„Hér er verið að reyna að klína á mig þeirri mynd að manneskja sem hafi sett eigin sparnað í áhættufjárfestingu geti ekki verið nægilega mikill jafnaðarmaður. Það eru bara hægri menn sem mega sýsla með fé, taka áhættu og eignast einhvern pening!

Hér er látið eins og ég sitji á ótrúlegum auðæfum, manneskja sem fékk ekkert fjárhagslega í vöggugjöf og er svo sannarlega ekki að græða fjárhagslega á því að skipta um gír. Markmiðið er augljóst; að slá eignarhaldi hægrimanna og fólks með djúpa vasa á efnahagsumræðuna.“

Skammist ykkar

Kristrún segir þetta ekki í fyrsta sinn sem hún sæti árásum byggt á kyni hennar. Hún hafi verið áreitt af virtum viðskiptavin í bankageiranum fyrir framan samstarfsmenn án þess að nokkur hafi brugðist við. Hún hafi lent í hrútskýringum og verið töluð niður vegna kyns síns. Hagfræði sé karllæg grein en þar hafi Kristrún þó látið í sér heyra.

„En ég lét líka í mér heyra á þessum vettvangi, málefnalega, og er ein fárra kvenna sem hef látið mikið til mín taka í efnahagsmálaumræðunni. Og fyrir það hef ég fengið jákvæða athygli, átt gríðarlega góð samskipti við samstarfsfólk, við skiptavini, fólk víða í samfélaginu.

Ég ætla ekki að breyta mér þó ég sé í framboði. Ég ætla ekki að taka þátt í þöggun og leyfa þessum aðilum að halda áfram nafnlausum áróðri. Mætið fólki málefnalega, í það minnsta hafið kjarkinn til að skrifa undir nafni ef þið ætlið að lítilsvirða. Skammist ykkar.“

Ætti að sjá sóma sinn í að styrkja konur fremur en að niðurlægja

Kristrún segir að Viðskiptablaðið fái ekki áfram að skapa fjandsamlegt umhverfi fyrir konur í sviðsljósinu.

„Ég vil sjá nýja kynslóð af fólki í pólítík, ungar konur sem þora að mæta sitjandi öflum, þora að setja ofan í háttsetta karlmenn sem virðast geta sagt hvað sem er.

Það skiptir máli hverjir sitja á þingi fyrir þjóðina og það er ekki í lagi að ýta undir menningu sem heldur ungum konum frá mikilvægri ákvörðunartöku og umræðu. Viðskiptablaðið ætti að sjá sóma sinn í að styrkja konur á þessum vettvangi frekar en að niðurlægja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki