fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Eyjan

Oddviti Garðabæjarlistans hjólar í Sjálfstæðisflokkinn – „Þeir eru nefnilega vanir því að fá öllu ráðið“

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. júlí 2021 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garðabær byggir um þessar mundir nýtt knattspyrnuhús í Vetrarmýri en um er að ræða dýrasta knattspyrnuhús landsins. Kostnaðurinn við verkið er tæplega 5 milljarðar króna en húsið er um 18.200 fermetrar að stærð og er með rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð innanhúss auk upphitunaraðstöðu ásamt tilheyrandi stoðrýmum.

Það hefur vakið athygli að lofthæð hússins er 14 metrar en til að völlurinn sé löglegur fyrir knattleiki á hæsta stigi þá þarf lofthæðin að vera að minnsta kosti 20 metrar. Þetta þýðir að íþróttalið bæjarins, Stjarnan, getur ekki spilað keppnisleiki á vellinum.

Sara Dögg Svanhildardóttir, oddviti Garðabæjarlistans, ræðir þessa uppbyggingu bæjarins í pistli sem hún birti á Vísi í morgun. Hún hafði áður verið spurð um álit fyrir grein Mannlífs og fór það ekki vel í fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bænum.

„Frá því ég tók sæti í bæjarstjórn fyrir þremur árum síðan hef ég gagnrýnt þá ákvörðun að farin væri dýrasta leiðin til að tryggja íþróttaiðkendum gott æfingahúsnæði. Framkvæmd sem í grunninn kostar tæpa 5 milljarða. Án tækja og tóla. Án fullbúinnar aðstöðu eða áætlunar um hvernig skipuleggja eigi þá 3 þúsund fermetra sem eru fyrir utan fótboltavöllinn sjálfan,“ segir Sara og bætir við að bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans hafi ekki komið að þessari ákvörðun bæjarstjórnar.

Hún segir að það hafi verið henni ljúft og skylt að gefa sitt álit á málinu. Hún vill að fyrst reisa átti glæsilega íþróttahöll eigi að fara alla leið og búa húsið þannig að möguleikinn sé fyrir hendi.

„Það fellur ekki vel í Sjálfstæðismenn í bænum mínum að ég skuli hafa tjáð mig opinberlega um skoðanir mínar. Yfir því verða þeir sárir og gramir. Þeir eru nefnilega vanir því að fá öllu ráðið, með klapplið í kring um sig. Bæjarstjórinn mætti með hroka og yfirlæti í Bítið á Bylgjunni til að “leiðrétta bullið” í bæjarfulltrúanum mér,“ segir Sara en fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði Garðabæjar bókaði um málið í vikunni og sagði ummæli hennar ámælisverð.

Sara segir að svona virki þetta í Garðabæ, hafi einhver aðra skoðun en Sjálfstæðisflokksins, þá er hún ámælisverð.

„Ég mun samt sem áður halda áfram að gagnrýna undarlega forgangsröðun á skattfé Garðbæinga í fjárfreka framkvæmd og jafnvel velta fyrir mér hversu tímalaus fjölnota íþróttahúsið mun reynast. Það er vissulega mín skoðun, þó svo að hún sé að mati félaga minna í Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ ámælisverð, takk fyrir pent,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Viktor Orri varar við málflutningi Gunnars Smára – „Stórhættuleg viðhorf til meðferðar ríkisvaldsins“

Viktor Orri varar við málflutningi Gunnars Smára – „Stórhættuleg viðhorf til meðferðar ríkisvaldsins“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Hef bara aldrei heyrt annað eins“: Erjur Gunnars Smára og Jakobs Bjarnars – „Hættu að gera út á þetta kjánalega hatur á fjölmiðlum“

„Hef bara aldrei heyrt annað eins“: Erjur Gunnars Smára og Jakobs Bjarnars – „Hættu að gera út á þetta kjánalega hatur á fjölmiðlum“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bjarkey sagði skilaboðin til VG skýr – Fjarlægði færsluna eftir samtal við Katrínu

Bjarkey sagði skilaboðin til VG skýr – Fjarlægði færsluna eftir samtal við Katrínu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu greinina sem Gunnar Smári sagðist ekki muna eftir – Vildi einkavæða heilbrigðiskerfið í ljósi vel lukkaðrar bankaeinkavæðingar

Sjáðu greinina sem Gunnar Smári sagðist ekki muna eftir – Vildi einkavæða heilbrigðiskerfið í ljósi vel lukkaðrar bankaeinkavæðingar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigríður Á Andersen er stoltust af Landsréttarmálinu – „Já þá er ég það, og ánægð með að sú skipan stendur“

Sigríður Á Andersen er stoltust af Landsréttarmálinu – „Já þá er ég það, og ánægð með að sú skipan stendur“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Myndband: Inga Sæland hlær að Miðflokkskonu – „Mér finnst mjög dónalegt þegar fólk er að hlæja hérna“

Myndband: Inga Sæland hlær að Miðflokkskonu – „Mér finnst mjög dónalegt þegar fólk er að hlæja hérna“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Er uppáhalds „leiðindaskarfur“ Sjálfstæðismanna á útleið? Sjáðu nýstárlega kosningaauglýsingu Brynjars

Er uppáhalds „leiðindaskarfur“ Sjálfstæðismanna á útleið? Sjáðu nýstárlega kosningaauglýsingu Brynjars