fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Dagur snýst til varnar í Adam og Evu málinu – Sakar Moggann um að éta rangfærslur upp eftir Eyþóri Arnalds

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 5. júlí 2021 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er ekki dálítið merkilegt að fjölmiðlar skuli enn taka hluti hráa upp eftir Vigdísi H. og Eyþóri Arnalds?“ spyr Dagur B. Eggertsson í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þar gagnrýnir hann harðlega fréttaflutning Morgunblaðsins af kaupum borgarinnar af húsnæði við Kleppsveg þar sem reisa á leikskóla. Í hluta af húsnæðinu var áður kynlífstækjaverslunin Adam og Eva.

Því er haldið fram að kostnaður við framkvæmdirnar fari langt fram úr áætlun, svo langt að stefni í nýtt „braggamál“. Í Morgunblaðinu í dag segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, meðal annars:

„Við vorum búin að vara við því í byrjun að þetta væri óvissuferð og nú er komið í ljós að það kostar milljarð að laga húsið og það er miklu meira en nýtt húsnæði
myndi kosta.“

„Maður spyr sig eftir aðrar hremmingar í endurbótum, hvort sem það er bragginn eða Fossvogsskóli, hvers vegna er farin svona leið í staðinn fyrir að fara einhverja
öruggari leið.“

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði á Rás 2 í morgun að kaupin lýstu virðingarleysi fyrir almannafé. Sjá vef RÚV.

Dagur segir meðal annars í pistli sínum að það sé fráleitt að framkvæmdirnar séu komnar langt fram úr áætlun, aðeins hafi komið fram frumkostnaðaráætlun, og það sé villandi framsetning að kaupin snúist eingöngu um húsnæði fyrrverandi kynlífstækjaverslunar:

„Fyrirsögnin inni í blaðinu er líka röng. Þar er sagt að áætlaður kostnaður sé „langt fram úr áætlun“. Hið rétta er að í borgarráði á fimmtudag var einmitt verið að leggja fram endanlega áætlun vegna verksins sem ekki er hafið. Hún er vissulega hærri en frumkostnaðaráætlun (kostnaðaráætlun I) en nýtt og formfastara verkalag varðandi gerð kostnaðaráætlana segir fyrir um að áður en ráðist er í framkvæmdir sé lögð fram kostnaðaráætlun II þar sem farið hefur verið ítarlegar yfir ástand og forsendur viðkomandi framkvæmdar og borgarráði þannig gefið færi á að kalla eftir nýjum forsendum, breyta verkefnum eða jafnvel hætta við ef því er að skipta. Af hverju var ákveðið að halda áfram með þetta mál? Jú, það er vegna þess að á Kleppsvegi er frábær staðsetning fyrir leikskóla, þar sem er brýn þörf fyrir pláss og nýtt hverfi (í Vogabyggð) jafnframt að rísa á næsta leiti. Við fáum 120 ný leikskólapláss. Gömul hús verða endurnýtt og ganga í endurnýjun lífdaga í stað þess að vera rifin. Hverfið fær betri ásýnd og niðurlægingarskeiði hins gamla hverfiskjarna lýkur. Til viðbótar verður lóð og grænt svæði fegrað og gert að leiksvæði og hverfisgarði – og borgin eignast geymslu í kjallara húsnæðisins (verður ekki nýtt sem leikskóli). Meirihlutinn stendur því heilshugar með þessu verkefnið – þótt það kosti vissulega sitt – og nú eiga að liggja fyrir skýrar og áreiðanlegar áætlanir sem hægt er að byggja á til að ákveða að ráðast í verkið.

Vitanlega má segja að Morgunblaðið geti skýlt sér á bak við það að hafa mest af því sem aflaga fer eftir Eyþóri Arnalds en einsog þetta dæmi sannar leiðir það því miður ekki til góðrar blaðamennsku. Læt fylgja myndir sem sýna þessa væntanlegu og jákvæðu umbreytingu á svæðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“