fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Eyjan

„Aldrei hefur jafn lítilfjörlegt mál hlotið aðra eins umfjöllun“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmaðurinn Brynjar Níelsson furðar sig á því að enn sé verið að fjalla um Ásmundarsalsmálið og telur rétt að lögreglan biðjist afsökunar á „ófaglegum vinnubrögðum“ í málinu.

Brynjar hefur farið mikinn í dag vegna málsins og bæði vakið athygli á því á Facebook síðu sinni sem og í pistli sem birtist hjá Vísi.

Lítilfjörlegt mál

„Stjórnmálamenn sem þjást af málefnafátækt eru enn að hjakkast í þessari uppákomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Aldrei hefur jafn lítilfjörlegt mál hlotið aðra eins umfjöllun,“ skrifar Brynjar á Facebook í dag.

Segir hann það vissulega óheppilegt að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi verið á umræddri sölusýningu í miðjum COVID faraldri en hann hafi líka beðist afsökunar á því.

„Þar með lauk því máli enda engin brot á lögum þar, eins og niðurstaða rannsóknar leiddi í ljós“

Hins vegar hafi eftirlitsnefnd með störfum lögreglu gert alvarlegar athugasemdir við starfshætti lögreglunnar í tengslum við málið.

„Þá gerðust þau undur og stórmerki að þeir stjórnmálamenn sem hafa verið uppteknir af öflugu eftirliti með störfum lögreglu risu skyndilega upp á afturfæturna. Nú er reynt að tortryggja störf eftirlitsnefndarinnar í pólitískum tilgangi. Þeir eru svo stupid, eins og sagt er á útlensku, að þeir telja rétt að þeir sjálfir sem þingmenn rannsaki og kveði uppúr með það hvort niðurstaða eftirlitsnefndarinnar sé lögfræðilega rétt.“

Vísar Brynjar þar að líkindum til þingmanna Pírata sem hafa beitt sér fyrir gagnsæi og gegn spillingu.

„Í fræðunum eru þessi vinnubrögð ágætis dæmi um spillingu og misnotkun á pólitísku valdi“

Sannleikurinn í aukahlutverki

Í pistli Brynjars hjá Vísi segir Brynjar upptökur úr búkmyndavél lögreglunnar hafa leitt í ljós að lögreglumenn voru strax farnir að leggja drög að fréttatilkynningu við komuna á Ásmundarsal.

„Þar skiptir mestu máli að þarna voru að mati lögreglumannanna sjálfra „sjálfstæðis framapotarar“ og þjóðþekktir einstaklingar. Eins og oft vill verða þegar fordómar villa mönnum sýn þá verður sannleikurinn í aukahlutverki. Í fréttatilkynningunni var því upphaflega haldið fram að um einkasamkvæmi hefði verið að ræða þar sem reglum um fjöldatakmarkanir voru ekki virtar. Þetta reyndist hvort tveggja rangt og hefði væntanlega komið í ljós ef lögreglumennirnir hefðu gætt hlutlægra vinnubragða í stað þess að reyna að koma höggi á fólk á grundvelli pólitískra viðhorfa.“

Segir hann það jafnframt draga úr trausti almennings á störfum lögreglu þegar lögreglumenn handelji sjálfir efni sem þeir afhenda úr búkmyndavélunum, eins líkt og fram hefur komið fékk eftirlitsnefndin upprunalega myndefni sem átt hafði verið við. “

Í athugasemd við færsluna spyr þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson, á hverju lögreglumenn eigi að biðjast afsökunar á og því svarar Brynjar til með: „á þessum ófaglegu vinnubrögðum. Voðalega ertu lítið með á nótunum.“

Týpískur Brynjar

Brynjar deildi svo pistli sínum á Facebook og benti þar á að Bjarni Benediktsson hafi beðist afsökunar og veltir því fyrir sér hvort lögreglan ætti ekki að sama bragði að biðjast afsökunar á sínum hlut málsins.

„Er ekki rétt af lögreglunni að taka tillit til þessara athugasemda nefndarinnar og biðjast velvirðingar á þessum mistökum? Eða ætlar hún kannski að réttlæta þessi vinnubrögð.“

Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, gefur lítið fyrir pistil Brynjars.

Mér finnst þetta bara týpískur Brynjar. Hann er enn þá svona dá­lítill lög­fræðingur, alltaf að reyna að búa til vafa. Það er það eina sem hann gerir – að henda inn vafa og svona tékka á við­brögðunum,“ segir Fjölnir í samtali við Vísi. Segir hann Brynjar grafa undan lögreglumönnum til að verja sinn ráðherra. Sjálfur hefði Brynjar líklega lítið kippt sér upp við að vera kallaður framapotari.

„Og ég skil ekkert í Brynjari að vera að gefa það í skyn að lög­regla eigi við sönnunar­gögn. Og svo hugsar maður alltaf þegar Brynjar skrifar: Æ ég nenni nú ekki að fara að rífast við hann. En auð­vitað þarf ein­hver að svara þessu bulli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir ásökun Tómasar byggða á misskilningi – „Misskilningi sem þarf að leiðrétta“

Segir ásökun Tómasar byggða á misskilningi – „Misskilningi sem þarf að leiðrétta“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sakar Þjóðskrá um að hafa gripið fram fyrir hendur byggingarfulltrúa við gerð fasteignamats 2023

Sakar Þjóðskrá um að hafa gripið fram fyrir hendur byggingarfulltrúa við gerð fasteignamats 2023
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lýsir yfir sigri í ítölsku þingkosningunum – Giorgia Meloni væntanlega nýr forsætisráðherra

Lýsir yfir sigri í ítölsku þingkosningunum – Giorgia Meloni væntanlega nýr forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís segir grein stjórnarandstæðings sé ekki til sóma – „Segja rétt frá í stað þess snúa sannleikanum á hvolf“

Ásdís segir grein stjórnarandstæðings sé ekki til sóma – „Segja rétt frá í stað þess snúa sannleikanum á hvolf“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Fjárlög vinstristjórnar og broguð stjórnmál

Björn Jón skrifar: Fjárlög vinstristjórnar og broguð stjórnmál