fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Eyjan

Þetta er fólkið sem Guðmundur Franklín hyggst láta ryðja leiðina fyrir sig inn á þing – Einn frambjóðandanna selur sæbjúgur til Kína

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 27. júní 2021 13:00

Guðmundur Franklín

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn er að myndast undir stjórn Guðmundar Franklíns Jónssoðnar, hagfræðingi og fyrrum forsetaframbjóðanda. Tvö nöfn voru að bætast inn á lista flokksins í dag en uppstillingarnefnd flokksins skipaði þau Sigurlaugu Gísladóttur, verslunarmann í Norðvesturkjördæmi, og Guðlaug Hermannsson, framkvæmdastjóra í Suðvesturkjördæmi, sem oddvita  í sínum kjördæmum.

„Pólitíska skoðun mín snýst um lýðræði og jafnrétti með þátttöku allra án hamla né kvaða. Ísland á bjarta framtíð fyrir sér sem ég vil taka þátt í að skapa,“ segir Guðlaugur í fréttatilkynningu frá flokknum. Í tilkynningunni kemur fram að Guðlaugur hafi stofnað fyrirtæki árið 2004 sem hann rekur enn í dag. „Þetta fyrirtæki er í útflutningi á sæbjúgum til Kína síðan 2009. Áhugamál hans eru ferðalög um Ísland, knattspyrna og samvera með fjölskyldu sinni sem er mjög stór og efnileg,“ segir í tilkynningunni.

Guðlaugur Hermannsson – Mynd/Aðsend

Sigurlaug, sem oftast er kölluð Silla, býr á Blönduósi áamt sonum sínum og eiginmanni, Reyni Sigurði Gunnlaugssyni. Silla og Reynir eiga og reka saman lítið kaffihús sem kallast Húnabúð. Þar eru einnig seld blóm og gjafavörur. „Þar eru allir velkomnir,“ segir í tilkynningu flokksins.

Sigurlaug Gísladóttir – Mynd/Aðsend

Nú er farin að koma mynd á það hvernig listar Frjálslynda lýðræðisflokksins munu lýta út í komandi Alþingiskosningum. Guðmundur Franklín mun skipa oddvitasæti flokksins í Reykjavík norður, Glúmur Baldvinsson, stjórnmálafræðingur, mun verða oddviti flokksins í Reykjavík suður. Þá mun Magnús Guðbergsson, öryrki, taka oddvitasætið í Suðurkjördæmi og Björgvin Egil Vídalín Arngrímsson, eftirlaunaþegi, er oddviti í Norðausturkjördæmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“