fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Eyjan

Benedikt biðst afsökunar: „Jón Steindór er drengur góður“

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 24. júní 2021 11:32

Benedikt Jóhannesson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar, hefur beðið Jón Steindór Valdimarsson, þingmann flokksins, afsökunar á ummælum sínum um ástæður þess að uppstillingarnefnd flokksins færði Jón Steindór úr Suðvesturkjördæmi í Reykjavíkurkjördæmi norður.

„Ummæli mín voru án alls samráðs við Jón og í óþökk hans.  Jón Steindór er drengur góður og við höfum lengi barist fyrir sama málstað. Ég hef beðið hann afsökunar persónulega á ummælum mínum um hann og geri það hér með einnig opinberlega,“ segir Benedikt í nýrri Facebookfærslu.

Athygli vakti í morgun þegar Jón Steindór skrifaði langa Facebookfærslu þar sem hann sagðist afar sáttur við það sæti sem honum hefði verið úthlutað af uppstillingarnefnd.

„Það hefur hryggt mig meira en orð fá lýst að Benedikt Jóhannesson, sem ég hef talið góðan félaga og vin, hafi valið þá leið að gera forystu og stofnanir flokksins tortryggilegar í kjölfar þess að hann fékk ekki vilja sínum framgengt við uppstillingar á lista,“ segir Jón Steindór í færslunni.

Vonar að sérhagsmunir blindi Benedikt ekki sýn – Ég er ánægður með að fá að vera númer tvö

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?